Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 10:00 Kareem Hunt var algjörlega magnaður í sínum fyrsta leik í NFL-deildinni. Vísir/Getty Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur. Enski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Tom Brady og hans menn í New England Patriots fengu ekki þá draumabyrjun sem þeir óskuðu sér í opnunarleik nýs tímabils í NFL-deildinni en New England Patriots steinlá fyrir Kansas City Chiefs á heimavelli í nótt, 42-27. Patriots byrjaði betur og var með forystu í hálfleik, 17-14. Munurinn jóks svo og var í upphafi þess fjórða 27-21. En þá tók Alex Smith, leikstjórnandi Chiefs, með magnaðan nýliða í hlauparastöðunni, Kareem Hunt, yfir leikinn og skoraði 21 stig í röð án þess að því var svarað. Smith átti frábæran leik - kastaði samtals 368 jarda í leiknum og fyrir fjórum snertimörkum en það var nýliðinn Hunt sem stal sviðsljósinu. Hunt, sem er 22 ára, skoraði þrjú snertimörk í leiknum og hljóp samtals 239 jarda.Samantekt úr leiknum má sjá hér, á YouTube-rás NFL. Brady, sem er án nokkurs vafa einn allra besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, virtist stirður í leiknum í nótt. Hann kláraði aðeins sextán af 36 sendingum sínum í leiknum og náði ekki að kasta fyrir snertimarki. Niðurstaðan var söguleg því að aldrei áður hefur vörn þjálfarans Bill Belichick fengið á sig 42 stig í einum leik á sautján ára ferli hans sem þjálfari Patriots. Smith varð fyrsti leikstjórnandinn á þeim tíma til að kasta meira en 300 jarda í leik og skora minnst fjögur snertimörk gegn Patriots síðan að Belichick tók við liðinu. Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í síðustu 82 leikjum á Gillette-leikvanginum sem að Patriots tapar leik eftir að hafa verið yfir í hálfleik. Fyrsta umferðin heldur áfram á sunnudag og verða þá tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 hefst viðureign Tennesse Titans og Oakland Raiders en klukkan 20.25 verður stórleikur Green Bay Packers og Seattle Seahawks sýndur.
Enski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Víkingur missir undanúrslitasætið Úrslitin ráðast í beinni Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira