Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira