Sumarið verður enn betra með bikartitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 06:00 Fyrirliðarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir með Borgunarbikarinn. vísir/eyþór Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira