Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ekki var hægt að opna verslun ÁTVR í Kauptúni í vikunni þar sem leyfi frá bæjarstjórn lá ekki fyrir. Breyta þarf gatnakerfinu þar. Vísir/eyþór Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira