Blokkaríbúðir Stapa standa enn ónotaðar Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Blokkin er búin 35 íbúðum sem eru frá 60 til 130 fermetrar að stærð. Framkvæmdastjóri Stapa, vill ekki gefa upp kaupverð íbúðanna. Vísir/auðunn Stapi Lífeyrissjóður á Akureyri keypti 35 íbúða blokk á einu bretti í ágústmánuði. Fasteignamat íbúðanna er samanlagt 900 milljónir króna. Frá þeim tíma hefur nýbyggingin staðið auð og enginn flutt inn í blokkina. Blokkin sem um ræðir er staðsett í Undirhlíð 1 á Akureyri. Í blokkinni eru 35 íbúðir sem eru frá 60 til 130 fermetrar að stærð. Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa, vill ekki gefa upp kaupverð íbúðanna. „Samningar voru undirritaðir við byggingaraðilann á vordögum og það er rétt að íbúðirnar voru tilbúnar í ágúst. Það sem gerist svo í kjölfarið er að framkvæmdastjóri og sjóðsstjóri lífeyrissjóðsins hætta störfum og því er lagt nýtt mat á verkefnið sem slíkt,“ segir Jóhann Steinar. Íbúðirnar voru keyptar með það að markmiði að leigja þær á frjálsum markaði. Til er lagaheimild fyrir lífeyrissjóði til tað fjárfesta í íbúðarhúsnæði og taldi lífeyrissjóðurinn þetta ákjósanlegan fjárfestingarkost síðastliðið vor. Ljóst er að stjórn og framkvæmdastjóri eru ekki á þeirri skoðun eins og staðan er núna. „Við erum með blokkina í söluferli og mun það klárast á næstu vikum. Við erum í samningaviðræðum við aðila sem vilja kaupa eignina,“ bætir Jóhann Steinar við. Stapi vill selja blokkina í heilu lagi og því eru ekki margir aðilar á markaði sem hafa burði í svoleiðis fjárfestingar. Leiða má að því líkur að félög á borð við Heimavelli og Almenna leigufélagið séu á bak við það að kaupa húsnæðið. „Við vonumst eftir því að koma ekki út úr þessu með tapi fyrir sjóðinn. Hins vegar er ljóst að á meðan enginn er í íbúðunum þá eru ekki tekjur að koma inn og á móti þurfum við að greiða rafmagn og hita, fasteignagjöld og annan kostnað sem hlýst af því að eiga fasteignir,“ segir Jóhann Steinar. Hann áréttar að engin tengsl séu á milli fjárfestingarinnar og þeirrar staðreyndar að bæði sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri hættu störfum fyrir Stapa á svipuðum tíma og salan gekk í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Stapi Lífeyrissjóður á Akureyri keypti 35 íbúða blokk á einu bretti í ágústmánuði. Fasteignamat íbúðanna er samanlagt 900 milljónir króna. Frá þeim tíma hefur nýbyggingin staðið auð og enginn flutt inn í blokkina. Blokkin sem um ræðir er staðsett í Undirhlíð 1 á Akureyri. Í blokkinni eru 35 íbúðir sem eru frá 60 til 130 fermetrar að stærð. Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa, vill ekki gefa upp kaupverð íbúðanna. „Samningar voru undirritaðir við byggingaraðilann á vordögum og það er rétt að íbúðirnar voru tilbúnar í ágúst. Það sem gerist svo í kjölfarið er að framkvæmdastjóri og sjóðsstjóri lífeyrissjóðsins hætta störfum og því er lagt nýtt mat á verkefnið sem slíkt,“ segir Jóhann Steinar. Íbúðirnar voru keyptar með það að markmiði að leigja þær á frjálsum markaði. Til er lagaheimild fyrir lífeyrissjóði til tað fjárfesta í íbúðarhúsnæði og taldi lífeyrissjóðurinn þetta ákjósanlegan fjárfestingarkost síðastliðið vor. Ljóst er að stjórn og framkvæmdastjóri eru ekki á þeirri skoðun eins og staðan er núna. „Við erum með blokkina í söluferli og mun það klárast á næstu vikum. Við erum í samningaviðræðum við aðila sem vilja kaupa eignina,“ bætir Jóhann Steinar við. Stapi vill selja blokkina í heilu lagi og því eru ekki margir aðilar á markaði sem hafa burði í svoleiðis fjárfestingar. Leiða má að því líkur að félög á borð við Heimavelli og Almenna leigufélagið séu á bak við það að kaupa húsnæðið. „Við vonumst eftir því að koma ekki út úr þessu með tapi fyrir sjóðinn. Hins vegar er ljóst að á meðan enginn er í íbúðunum þá eru ekki tekjur að koma inn og á móti þurfum við að greiða rafmagn og hita, fasteignagjöld og annan kostnað sem hlýst af því að eiga fasteignir,“ segir Jóhann Steinar. Hann áréttar að engin tengsl séu á milli fjárfestingarinnar og þeirrar staðreyndar að bæði sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri hættu störfum fyrir Stapa á svipuðum tíma og salan gekk í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira