Heimislisti strákanna okkar sjö mánuðum fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 06:00 Hverjir fara til Rússlands? vísir/anton Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira