Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 29. júlí 2017 13:13 Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. vísir/jóhann k. jóhannsson Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar. Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar.
Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36