Nauðsynlegt að fara í uppbyggingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2017 20:51 Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22