Ítalska kvennalandsliðið í fótbolta var í kvöld í sömu stöðu og íslensku stelpurnar verða á morgun í lokaleik sínum á EM kvenna í Hollandi.
Ítölsku stelpurnar voru úr leik fyrir lokaleik sinn eftir töp á móti Þýskalandi og Rússlandi.
Ítalska liðið náði hinsvegar að kveðja Evrópumótið með flottum sigri því þær unnu 3-2 sigur á sterku sænsku liði í kvöld.
Nú er bara að vona að stelpunum okkar takist að gera eitthvað svipað í lokaleik sínum á móti Austurríki annað kvöld.
Þýskaland vann B-riðilinn og sænska liðið komst einnig áfram í sextán liða úrslitin. Rússland varð í þriðja sæti í riðlinum og Ítalía rak lestina.
Ítölsku stelpurnar voru hinsvegar það lið í B-riðlinum sem skoraði flest mörk. Þær skoruðu nefnilega í öllum þremur leikjum sínum og samtals fimm mörk.
Ítalska liðið skoraði þannig þremur mörkum fleira en Rússar en bæði mörk rússneska liðsins komu í 2-0 sigri á Ítölum í fyrsta leik. Sá sigur skilaði rússneska liðinu á endanum upp fyrir Ítalíu og í þriðja sæti riðilsins.
Flest mörk í B-riðli
Ítalía 5
Þýskaland 4
Svíþjóð 4
Rússland 2
Flest stig í B-riðli
Þýskaland 7
Svíþjóð 4
Rússland 3
Ítalía 3
Markahæstar í B-riðlinum
Ilaria Mauro, Ítalíu 2
Daniela Sabatino, Ítalíu 2
Babett Peter, Þýskalandi 2
Lotta Schelin, Svíþjóð 2
Stina Blackstenius, Svíþjóð 2
Ítölsku stelpurnar skoruðu flest mörk í B-riðlinum en urðu samt neðstar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

