Lífið

Rándýrt myndband: FM95BLÖ með 80´s Þjóðhátíðarlag og öllu er tjaldað til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Strákarnir fara á kostum í nýja myndbandinu við Þjóðhátíðarlag þeirra í ár.
Strákarnir fara á kostum í nýja myndbandinu við Þjóðhátíðarlag þeirra í ár.
„Við vorum að fara yfir settið okkar á Þjóðhátíð og fannst vanta eitthvað nýtt og hressandi og lá því svona beinast við að gera bara nýtt þjóðhátíðarlag,“ segir útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal en FM95BLÖ frumsýnir á Vísi nýtt myndband við Þjóðhátíðarlag þeirra bræðra í ár.

„Steindi var farinn til Benedorm í afslöppunarferð, þannig að við Egill [Einarsson] höfðum samband við Sverrir Bergmann og strákana í Stop Wait go. Mig hafði alltaf langað til að heyra Svessa syngja Total Eclipse of the Heart og var þetta því ágætis leið,“ segir Auðunn en það kannast eflaust flestir við undirspilið í nýja Þjóðhátíðarlaginu.

„Svo var haft samband við Skot Productions upp á myndbandið og gerðist það allt jafn hratt líka. Áður en við vissum af var mæting í tökur í Gamla Bíó og Allan leikstjóri kominn með Hákon tökumann og frábært crew.“

Auðunn segir að það hafi verið ákveðið að hafa myndbandið í 80´s stíl. „Svona í takt við lagið sem er búið er að breyta í Þjóðhátíðarlag.“

Strákarnir koma fram á Þjóðhátíð á laugardagskvöldinu klukkan 23:00 eina þeir gerðu allt vitlaust Herjólfsdal fyrir einu ári.

Hér að neðan má sjá glænýtt myndband frá drengjunum í FM95BLÖ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×