Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 09:31 Samband Jeff Sessions og Donalds Trump virðist hafa kólnað eftir því sem þrýstingurinn vegna Rússarannsóknarinnar hefur aukist. Vísir/AFP Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00