Fyrirskipa ákæru í nauðgunarmáli sem var áður fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2017 06:00 Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en fyrir um tveimur árum. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á hinn grunaða í verslun Krónunnar á Granda. Um fimm ár eru síðan konan fór í partý með þáverandi kærasta sínum þar sem hún hitti vin kærastans. Morguninn eftir vaknaði hún við hliðina á umræddum vini sem hún segir hafa brotið á henni um nóttina. Konan kærði málið þremur árum síðar. Lögregla rannsakaði málið og fór það í framhaldinu á borð héraðssaksóknara. Þar var málið fellt niður.Telja líkur á sakfellingu Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að héraðssaksóknara bæri að gefa út ákæru í málinu. Það staðfestir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara, við Fréttablaðið. Athygli vekur að ríkissaksóknari kallar ekki eftir því að héraðssaksóknari skoði málið betur heldur vill að ákæra verði gefin út í málinu. Það bendir til þess að ríkissaksóknari telji meiri líkur en minni á sakfellingu í málinu.Kærasti réðst á hinn grunaða Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. Var kærastinn við afgreiðslukassann ásamt konunni sem þá var nýbúin að kæra nauðgunina. Konan hneig niður þegar hún sá manninn og brást kærastinn við með því að ganga aftan að manninum og kýla með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldinu kýldi hann manninn áfram í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Hann viðurkenndi brotið en bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Honum var gert að greiða meintum nauðgara 400 þúsund krónur í skaðabætur sem og allan sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en fyrir um tveimur árum. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á hinn grunaða í verslun Krónunnar á Granda. Um fimm ár eru síðan konan fór í partý með þáverandi kærasta sínum þar sem hún hitti vin kærastans. Morguninn eftir vaknaði hún við hliðina á umræddum vini sem hún segir hafa brotið á henni um nóttina. Konan kærði málið þremur árum síðar. Lögregla rannsakaði málið og fór það í framhaldinu á borð héraðssaksóknara. Þar var málið fellt niður.Telja líkur á sakfellingu Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að héraðssaksóknara bæri að gefa út ákæru í málinu. Það staðfestir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara, við Fréttablaðið. Athygli vekur að ríkissaksóknari kallar ekki eftir því að héraðssaksóknari skoði málið betur heldur vill að ákæra verði gefin út í málinu. Það bendir til þess að ríkissaksóknari telji meiri líkur en minni á sakfellingu í málinu.Kærasti réðst á hinn grunaða Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. Var kærastinn við afgreiðslukassann ásamt konunni sem þá var nýbúin að kæra nauðgunina. Konan hneig niður þegar hún sá manninn og brást kærastinn við með því að ganga aftan að manninum og kýla með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldinu kýldi hann manninn áfram í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Hann viðurkenndi brotið en bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Honum var gert að greiða meintum nauðgara 400 þúsund krónur í skaðabætur sem og allan sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50