Innlent

Laugarnesvegi lokað vegna bílslyss

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þrír voru fluttir á slysadeild samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
Þrír voru fluttir á slysadeild samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Vísir/Pjetur
Uppfært klukkan 15:59: Búið er að opna Laugarnesveg aftur eftir slysið.

Laugarnesvegi hefur verið lokað eftir árekstur sem varð við gatnamót Kirkjusands og Laugalækjar rétt fyrir klukkan hálfþrjú í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu varð árekstur strætisvagns og fólksbíls og voru þrír fluttir á slysadeild. Eins og áður segir hefur götunni verið lokað og því beint til strætóbílstjóra leiðar 12 að keyra ekki Laugarnesveginn af þeim sökum.

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild, segir að lögreglumenn á vettvangi hafi beðið um að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að hægt væri að fjarlægja strætisvagninn með krana. Þá eru tæknideild og rannsóknarlögreglumaður á leið á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×