Stóriðja eigi ekki heima inni í friðlandi Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Ósnortin náttúran eru þau verðmæti sem menn telja nauðsynlegt að vernda, ekki síst vegna ferðaþjónustu. vísir/stefán „Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig af stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
„Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig af stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira