Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 13:00 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er verulega lengdur. Vísir/Anton Brink „Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“ Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
„Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“
Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19