Skaðsemi flugelda, bæði fyrir umhverfi og dýr, hefur lengi verið í umræðunni í Svíþjóð og hafa borgaryfirvöld í Lidköping nú ákveðið að stíga það skref að hætta við árlega flugeldasýningu borgarinnar á Nya Stadens torgi.
Helene Wellner, yfirmaður menningarmála hjá borginni, segir að margir sem vilja halda í hefðirnar hafi lýst yfir efasemdum vegna málsins, en að flestir séu þó jákvæðir.
Í frétt SVT segir að flugeldasýningin á síðasta ári hafi kostað 150 þúsund sænskar krónur, um tvær milljónir íslenskar, en að áætlaður kostnaður leysigeislasýningarinnar verði um 200 þúsund sænskar krónur. Sýningin verði þó endurtekin á nýársdag.
Borgin Boden í Svíþjóð hyggst gera líkt og Lidköping og taka upp leysigeislasýningu á gamlárskvöldi í stað flugeldasýningar.