Bitcoin æsingur Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. desember 2017 09:45 Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni. Bitcoin var áberandi í fjölmiðlum síðari hluta ársins sem nú er að líða, enda hefur verðið fimmtánfaldast það sem af er ári. Fréttir af miklum hækkunum eru vinsælar og verða oft kveikjan að frekari kaupum þar sem fátt hefur meiri áhrif á tilfinningar fjárfesta en áhyggjur af því að vera að missa af hækkunum. „Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð,“ má finna í fyrirvörum við auglýsingar fjármálafyrirtækja. Þetta ætti að segja sig sjálft en því miður hefur ávöxtun síðustu mánaða oft meiri áhrif á fjárfestinga- og sparnaðarákvarðanir en faglegt mat á framtíðarhorfum. Lítil verðbólga síðustu 12 mánuði segir ekkert til um hvernig verðtryggður sparnaður muni ávaxtast rétt eins og að hrunið 2008 var ekki ástæða til að forðast hlutabréf. Hækkanir rafmynta byggjast að miklu leyti á spákaupmennsku, æsingi og óskhyggju. Fjárfesting getur hugsanlega veitt skjótfenginn gróða en líka lækkað um þriðjung eins og þeir sem stukku seint á Bitcoin vagninn fengu í jólagjöf. Rétt eins og ef fjárfest væri í hlutabréfi nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægt að fjárfestar kynni sér málin afar vel og taki ákvörðun um hvort kaupa skuli eða ekki byggða á faglegu mati. Óskhyggja er afar slæmur rökstuðningur fyrir fjárfestingu og ef hún reynist vel er það heppni, ekki færni. Eftir hækkanir ársins er Bitcoin nú á allra vörum og verður það væntanlega árið 2018. Það verður spennandi að sjá hvort sveiflur minnki, notkun í viðskiptum aukist (án gríðarlegs álags) og aðrar rafmyntir veki álíka athygli. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni. Bitcoin var áberandi í fjölmiðlum síðari hluta ársins sem nú er að líða, enda hefur verðið fimmtánfaldast það sem af er ári. Fréttir af miklum hækkunum eru vinsælar og verða oft kveikjan að frekari kaupum þar sem fátt hefur meiri áhrif á tilfinningar fjárfesta en áhyggjur af því að vera að missa af hækkunum. „Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð,“ má finna í fyrirvörum við auglýsingar fjármálafyrirtækja. Þetta ætti að segja sig sjálft en því miður hefur ávöxtun síðustu mánaða oft meiri áhrif á fjárfestinga- og sparnaðarákvarðanir en faglegt mat á framtíðarhorfum. Lítil verðbólga síðustu 12 mánuði segir ekkert til um hvernig verðtryggður sparnaður muni ávaxtast rétt eins og að hrunið 2008 var ekki ástæða til að forðast hlutabréf. Hækkanir rafmynta byggjast að miklu leyti á spákaupmennsku, æsingi og óskhyggju. Fjárfesting getur hugsanlega veitt skjótfenginn gróða en líka lækkað um þriðjung eins og þeir sem stukku seint á Bitcoin vagninn fengu í jólagjöf. Rétt eins og ef fjárfest væri í hlutabréfi nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægt að fjárfestar kynni sér málin afar vel og taki ákvörðun um hvort kaupa skuli eða ekki byggða á faglegu mati. Óskhyggja er afar slæmur rökstuðningur fyrir fjárfestingu og ef hún reynist vel er það heppni, ekki færni. Eftir hækkanir ársins er Bitcoin nú á allra vörum og verður það væntanlega árið 2018. Það verður spennandi að sjá hvort sveiflur minnki, notkun í viðskiptum aukist (án gríðarlegs álags) og aðrar rafmyntir veki álíka athygli. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun