Hefja flugeldasölu á 130 stöðum á morgun Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, 28. desember. Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg segir að flugeldar verði seldir á um 130 sölustöðum um land allt og að á sjöunda þúsund sjálfboðaliðar björgunarsveitanna komi að sölunni. Jón Ingi segir að undirbúningurinn hafi gengið vel. Flugeldarnir hafi verið sendir af stað út á land áður en veðrið versnaði, en björgunarsveitirnar hafa víða staðið í ströngu undanfarna daga, ýmist við leit að fólki eða björgun á fjallvegum. Hann býst þó við því að menn verði að allt þar til sölustaðirnir verða opnaðir. „Þetta klárast yfirleitt rétt áður en það er opnað.“ Reynslan segir Jóni Inga að búast megi við því að margir geri innkaupin sín snemma. Hann segir að þegar áramótin hitti á helgi kaupi þeir snemma sem fari af bæ, til dæmis í sumarbústaði. Veðurspáin lítur vel út að mati Jóns Inga. Hann segir að þó snjór geti auðveldað fólki að skjóta upp geti hann líka verið til trafala. Þannig eigi flugeldar, sem teknir eru út úr upphituðum bílskúr, það til að frjósa fastir þegar þeim er stungið í skafl. Mikilvægt sé að hreyfa þá svolítið til rétt áður en þeir eru tendraðir, til að fyrirbyggja slys. Þá skorar Jón Ingi á fólk að taka höndum saman við að hreinsa nærumhverfi sitt þegar skotveislunni er lokið, til dæmis að morgni nýársdags. „Fólk ber ábyrgð á sínu dóti og það er best að koma með ruslið á hverfisstöðvar Sorpu eða koma því fyrir í gámum. Við erum í þessu saman og það þarf að taka til eftir sig,“ segir Jón Ingi.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira