Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 08:00 Birgir Þór Bieltvedt, fjárfestir og veitingamaður, er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vísir/Ernir „Það er heiður að hljóta slíka viðurkenningu. Ég er stoltur en að sama skapi er ég ekki einn um verkið heldur er um að ræða samstarf starfsmanna, stjórnar og hluthafa. Ég tek því við þessari viðurkenningu fyrir hönd þessa hóps,“ segir Birgir Þór Bieltvedt, fjárfestir og veitingamaður, sem dómnefnd Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis valdi viðskiptamann ársins 2017. Birgir seldi á árinu rekstur Domino’s á Íslandi (Pizza Pizza ehf.) til Domino’s Pizza Group (DPG), sérleyfishafa pitsukeðjunnar í Bretlandi. Sala á 95,3 prósenta hlut í íslenska félaginu hófst um mitt ár í fyrra en lauk þann 14. desember síðastliðinn þegar DPG keypti 44,3 prósenta hlut til viðbótar. Við það fóru Birgir og meðfjárfestar hans út úr hluthafahópnum en hann leiddi hópinn sem keypti reksturinn af Landsbankanum fyrir um 560 milljónir króna á haustmánuðum 2011. Eiginfjárframlag hópsins í kaupunum nam um 260 milljónum. Sex árum seinna nam söluverðið 8,4 milljörðum króna og eigendur félagsins einnig búnir að byggja upp rekstur í Noregi og Svíþjóð. Meðlimir dómnefndarinnar bentu meðal annars á að viðsnúningur í rekstri pitsukeðjunnar hefði á þessum tíma skilað upphaflegu fjárfestunum tugföldun á fjárfestingu sinni. „Þetta Domino’s verkefni er ekki mér einum að þakka en mér tókst að setja saman hóp árið 2011 sem var byggður bæði á gömlum samstarfsmönnum mínum og nýjum og það er held ég það sem ég held að hafi skipt sköpum í viðsnúningnum. Ég náði að setja saman rétta teymið og skýr markmið um hvert við ættum að fara. Þetta teymi hefur unnið þá vinnu meira en ég en að einhverju leyti undir minni leiðsögn þó. Ég bjó síðan vissulega til „exit-strategíuna“ og sjálfan „dílinn“ en það er skemmtilegt að segja frá því að ég setti mér það markmið snemma árs 2015 að selja Domino’s á Íslandi áður en ég yrði fimmtugur og það tókst deginum áður. Þegar DPG tók ákvörðun um að fjárfesta í mínu félagi í maí 2016, eftir óformlegan fund í Lundúnum milli mín og Davids Wild, forstjóra fyrirtækisins, voru þeir í rauninni að leita að nokkrum mismunandi hlutum. Í fyrsta lagi vaxtartækifæri sem við gátum sýnt í gegnum sérleyfisréttinn sem við höfðum í Noregi og Svíþjóð. Þeir voru einnig að leita eftir þekkingu á rekstri sinna eigin búða því DPG var á þessum tíma einungis sérleyfishafi og á réttinn fyrir England, Írland og aðra markaði, en rekur engar búðir sjálft. Þeir hafa byggt sitt fyrirtæki upp með því að selja öðrum réttindi til að reka staði og hafa hagnast fyrst og fremst á leyfisgjaldstekjum en einnig á að selja vörur og annað sem þarf til að reka staðina. Þeir eru nú að færa sig yfir í að reka staði sjálfir og hafa tilkynnt um kaup á einum sérleyfisaðila í Bretlandi,“ segir Birgir og bætir við að markaðsverðmæti DPG sé jafnvirði um 200 milljarða króna.Eftir söluna á Domino's í Bretlandi 95 prósenta hlut í rekstrinum hér á landi.Vísir/Eyþór„Svo er DPG að leita eftir því að fá félag eins og íslenska félagið sem hefur státað af því að vera með hæstu meðaltalssölu per búð í heimi og langhæstu meðalsölu per haus í heiminum. Það var þetta þrennt sem vakti áhuga þeirra á okkur en þrjár eða fjórar af okkar búðum hér á landi hafa verið í topp tíu til 15 af söluhæstu pitsustöðum Domino’s en þeir eru um 12.000 talsins. Það má því segja að Ísland hafi verið skrautfjöður í hattinn hjá þeim.“Verður á hliðarlínunni Birgir segir að eftir söluna á 49 prósenta hlut í Pizza Pizza um mitt síðasta ár hafi verið tekin ákvörðun um að selja mjög fljótlega eign félagsins í stöðunum í Skandinavíu. „Ástæðan fyrir því var sú að það var ráðist í umfangsmikla yfirtöku í Skandinavíu og á einum stærsta keppinautnum í Noregi. Með henni fór Domino’s í Noregi úr um tíu stöðum í tæplega 50 með áætlaða veltu upp á um sex milljarða eða álíka veltu og á Íslandi. Það var stór munnbiti og hluthafar tóku ákvörðun um að þeir vildu ekki vera með í þeirri fjárfestingu og taka áhættu á þeim kaupum og seldu sína eign. DPG keypti því skandinavíska hlutinn fyrr en áætlað var sem hrinti atburðarásinni allri af stað. Það sem gerist einnig í ár er að það er sett enn meiri áhersla á vöxt hjá breska félaginu,“ segir Birgir. „Við erum gríðarlega ánægð með framgang mála á Íslandi en íslenska félagið er orðið skuldlaust og gengur mjög vel og hefur verið að greiða góðan arð í gegnum árin. Þeir geta fjármagnað rekstur eða framkvæmdir og aðra fjárfestingu á allt öðrum kjörum en við getum á Íslandi þrátt fyrir að við höfum fengið ágætis kjör. Þeir hyggja á frekari vöxt hér á landi og þar að auki er DPG farið að miðstýra í auknum mæli öllu sem þeir eru gera en breska félagið á einnig svissneska markaðinn og þriðjungshlut í þeim þýska. Svo eru þeir búnir að kaupa meirihluta í norska og sænska og eru í rauninni að reyna að stilla upp stjórnendastrúktúr þannig að þeir miðstýri öllum mörkuðum í auknum mæli. Það hentar þeim ekki vel til lengdar að vera með meðfjárfesta í minnihluta, sem þarf að bera ýmsar ákvarðanir undir, sem þeir ella gætu hrint í framkvæmd án nokkurs fyrirvara. Það hentar þeim í raun betur að hafa mig á hliðarlínunni frekar en í eldlínunni. Fyrirtækið hefur samið um aðgengi að mér næstu fimm árin og ég verð alltaf til taks þegar þeir þurfa á minni aðstoð að halda og svo tryggðu þeir sér stjórnendateymið á Íslandi. Ég held því að þetta sé mjög eðlileg þróun þó svo að hún hafi gerst fyrr en menn áætluðu en það er í takt við aðrar nýlegar ákvarðanir innan breska félagsins.“ Fjárfestingafélag Birgis, B2B, er áfram hluthafi í Noregi og Svíþjóð. Þar situr hann í stjórn og verður á ráðgjafalaunum bæði vegna rekstursins hér heima og í Skandinavíu. „Það má aftur á móti segja að mínum kafla með Domino’s Pizza á Íslandi sé lokið fyrir utan það sem viðkemur ráðgjafarstörfum. Við tekur að ég á mikilla hagsmuna að gæta í Noregi og Svíþjóð og ætla að sinna þeim sem stjórnarmaður og ráðgjafi. Þá er ég líka með samkomulag við DPG og Domino’s í Bandaríkjunum um að setja upp staði í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það eru markaðir sem margir hafa borið víurnar í en hefur ekki verið úthlutað enn þá. Við erum samt búnir að tryggja okkur tímabundin réttindi og erum þessa dagana að skoða möguleg yfirtöku í Lettlandi. Þessir markaðir hafa alltaf verið eyrnamerktir mér.“Stefnir að frekari útrás Veitingageirinn og fasteignamarkaðurinn hafa verið tveir helstu áherslupunktarnir í fjárfestingum Birgis hér á landi síðustu ár. Hann er meðal annars hluthafi í bakaríum Brauð & Co og veitingahúsum Gló og upplýsir blaðamann að stefnan sé sett á að koma þeim fyrirtækjum inn á erlenda markaði. „Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að reyna að ná einhvers konar jafnvægi í veitingageiranum þegar kemur að skyndibitafæði annars vegar og hollustufæði hins vegar. Ég fór inn í Gló og hef mikinn áhuga á því verkefni en hef ekki getað sinnt því sem skyldi. Nú gefst vonandi tími til þess en við erum nú með þrjár staðsetningar í Danmörku og erum að prófa okkur áfram með aðrar áherslur en þær sem menn kannski þekkja hér á Íslandi. Við munum svo fara í að aðlaga íslensku staðina að dönsku fyrirmyndinni og fólk má vænta þess að sjá töluverðar nýjungar. Meðal annars munum við setja stefnuna á að verða lífrænir og breyta um útlit, matseðil og annað. Við munum fara í miklar áherslubreytingar strax á næsta ári og ég mun fylgja nýjum breytingum eftir. Þegar við verðum komin með tökin á þessu verður stefnan sett á aðra markaði,“ segir Birgir. „Við munum opna nýja Brauð & Co staði á næstu vikum og mánuðum og hugur fólks þar stefnir einnig út á við en við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum um að opna á erlendum mörkuðum. Þarna eru tvö íslensk verkefni sem hafa að mínu mati mikla möguleika og nú mun mér gefast meiri tími til að sinna þessu. Svo er ég einnig hluthafi í þessum hefðbundnu veitingastöðum og er með Café París þar sem markmiðið var að opna stað þar sem maður gæti setið án þess að átta sig á hvort maður væri í Reykjavík, París eða London. Svo eru Joe and the Juice, Jómfrúin og Snaps veitingastaðir sem standa alltaf fyrir sínu. Þetta er því orðinn ansi stór pakki í veitingageiranum,“ segir Birgir en hann seldi sig fyrr á árinu út úr rekstri Hard Rock við Lækjargötu. „Það var einfaldlega ekki tími hjá mér til að sinna verkefninu og svo er ég einnig meðfjárfestir í Jamie’s Italian Iceland. Ef ég fjárfesti frekar í veitingageiranum heima þá verður það í gegnum innri vöxt núverandi verkefna. Því sé ég ekki fyrir mér að ég fjárfesti meira í nýjum veitingastöðum á Íslandi þó maður útiloki ekki neitt.“ Viðtalið birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
„Það er heiður að hljóta slíka viðurkenningu. Ég er stoltur en að sama skapi er ég ekki einn um verkið heldur er um að ræða samstarf starfsmanna, stjórnar og hluthafa. Ég tek því við þessari viðurkenningu fyrir hönd þessa hóps,“ segir Birgir Þór Bieltvedt, fjárfestir og veitingamaður, sem dómnefnd Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis valdi viðskiptamann ársins 2017. Birgir seldi á árinu rekstur Domino’s á Íslandi (Pizza Pizza ehf.) til Domino’s Pizza Group (DPG), sérleyfishafa pitsukeðjunnar í Bretlandi. Sala á 95,3 prósenta hlut í íslenska félaginu hófst um mitt ár í fyrra en lauk þann 14. desember síðastliðinn þegar DPG keypti 44,3 prósenta hlut til viðbótar. Við það fóru Birgir og meðfjárfestar hans út úr hluthafahópnum en hann leiddi hópinn sem keypti reksturinn af Landsbankanum fyrir um 560 milljónir króna á haustmánuðum 2011. Eiginfjárframlag hópsins í kaupunum nam um 260 milljónum. Sex árum seinna nam söluverðið 8,4 milljörðum króna og eigendur félagsins einnig búnir að byggja upp rekstur í Noregi og Svíþjóð. Meðlimir dómnefndarinnar bentu meðal annars á að viðsnúningur í rekstri pitsukeðjunnar hefði á þessum tíma skilað upphaflegu fjárfestunum tugföldun á fjárfestingu sinni. „Þetta Domino’s verkefni er ekki mér einum að þakka en mér tókst að setja saman hóp árið 2011 sem var byggður bæði á gömlum samstarfsmönnum mínum og nýjum og það er held ég það sem ég held að hafi skipt sköpum í viðsnúningnum. Ég náði að setja saman rétta teymið og skýr markmið um hvert við ættum að fara. Þetta teymi hefur unnið þá vinnu meira en ég en að einhverju leyti undir minni leiðsögn þó. Ég bjó síðan vissulega til „exit-strategíuna“ og sjálfan „dílinn“ en það er skemmtilegt að segja frá því að ég setti mér það markmið snemma árs 2015 að selja Domino’s á Íslandi áður en ég yrði fimmtugur og það tókst deginum áður. Þegar DPG tók ákvörðun um að fjárfesta í mínu félagi í maí 2016, eftir óformlegan fund í Lundúnum milli mín og Davids Wild, forstjóra fyrirtækisins, voru þeir í rauninni að leita að nokkrum mismunandi hlutum. Í fyrsta lagi vaxtartækifæri sem við gátum sýnt í gegnum sérleyfisréttinn sem við höfðum í Noregi og Svíþjóð. Þeir voru einnig að leita eftir þekkingu á rekstri sinna eigin búða því DPG var á þessum tíma einungis sérleyfishafi og á réttinn fyrir England, Írland og aðra markaði, en rekur engar búðir sjálft. Þeir hafa byggt sitt fyrirtæki upp með því að selja öðrum réttindi til að reka staði og hafa hagnast fyrst og fremst á leyfisgjaldstekjum en einnig á að selja vörur og annað sem þarf til að reka staðina. Þeir eru nú að færa sig yfir í að reka staði sjálfir og hafa tilkynnt um kaup á einum sérleyfisaðila í Bretlandi,“ segir Birgir og bætir við að markaðsverðmæti DPG sé jafnvirði um 200 milljarða króna.Eftir söluna á Domino's í Bretlandi 95 prósenta hlut í rekstrinum hér á landi.Vísir/Eyþór„Svo er DPG að leita eftir því að fá félag eins og íslenska félagið sem hefur státað af því að vera með hæstu meðaltalssölu per búð í heimi og langhæstu meðalsölu per haus í heiminum. Það var þetta þrennt sem vakti áhuga þeirra á okkur en þrjár eða fjórar af okkar búðum hér á landi hafa verið í topp tíu til 15 af söluhæstu pitsustöðum Domino’s en þeir eru um 12.000 talsins. Það má því segja að Ísland hafi verið skrautfjöður í hattinn hjá þeim.“Verður á hliðarlínunni Birgir segir að eftir söluna á 49 prósenta hlut í Pizza Pizza um mitt síðasta ár hafi verið tekin ákvörðun um að selja mjög fljótlega eign félagsins í stöðunum í Skandinavíu. „Ástæðan fyrir því var sú að það var ráðist í umfangsmikla yfirtöku í Skandinavíu og á einum stærsta keppinautnum í Noregi. Með henni fór Domino’s í Noregi úr um tíu stöðum í tæplega 50 með áætlaða veltu upp á um sex milljarða eða álíka veltu og á Íslandi. Það var stór munnbiti og hluthafar tóku ákvörðun um að þeir vildu ekki vera með í þeirri fjárfestingu og taka áhættu á þeim kaupum og seldu sína eign. DPG keypti því skandinavíska hlutinn fyrr en áætlað var sem hrinti atburðarásinni allri af stað. Það sem gerist einnig í ár er að það er sett enn meiri áhersla á vöxt hjá breska félaginu,“ segir Birgir. „Við erum gríðarlega ánægð með framgang mála á Íslandi en íslenska félagið er orðið skuldlaust og gengur mjög vel og hefur verið að greiða góðan arð í gegnum árin. Þeir geta fjármagnað rekstur eða framkvæmdir og aðra fjárfestingu á allt öðrum kjörum en við getum á Íslandi þrátt fyrir að við höfum fengið ágætis kjör. Þeir hyggja á frekari vöxt hér á landi og þar að auki er DPG farið að miðstýra í auknum mæli öllu sem þeir eru gera en breska félagið á einnig svissneska markaðinn og þriðjungshlut í þeim þýska. Svo eru þeir búnir að kaupa meirihluta í norska og sænska og eru í rauninni að reyna að stilla upp stjórnendastrúktúr þannig að þeir miðstýri öllum mörkuðum í auknum mæli. Það hentar þeim ekki vel til lengdar að vera með meðfjárfesta í minnihluta, sem þarf að bera ýmsar ákvarðanir undir, sem þeir ella gætu hrint í framkvæmd án nokkurs fyrirvara. Það hentar þeim í raun betur að hafa mig á hliðarlínunni frekar en í eldlínunni. Fyrirtækið hefur samið um aðgengi að mér næstu fimm árin og ég verð alltaf til taks þegar þeir þurfa á minni aðstoð að halda og svo tryggðu þeir sér stjórnendateymið á Íslandi. Ég held því að þetta sé mjög eðlileg þróun þó svo að hún hafi gerst fyrr en menn áætluðu en það er í takt við aðrar nýlegar ákvarðanir innan breska félagsins.“ Fjárfestingafélag Birgis, B2B, er áfram hluthafi í Noregi og Svíþjóð. Þar situr hann í stjórn og verður á ráðgjafalaunum bæði vegna rekstursins hér heima og í Skandinavíu. „Það má aftur á móti segja að mínum kafla með Domino’s Pizza á Íslandi sé lokið fyrir utan það sem viðkemur ráðgjafarstörfum. Við tekur að ég á mikilla hagsmuna að gæta í Noregi og Svíþjóð og ætla að sinna þeim sem stjórnarmaður og ráðgjafi. Þá er ég líka með samkomulag við DPG og Domino’s í Bandaríkjunum um að setja upp staði í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það eru markaðir sem margir hafa borið víurnar í en hefur ekki verið úthlutað enn þá. Við erum samt búnir að tryggja okkur tímabundin réttindi og erum þessa dagana að skoða möguleg yfirtöku í Lettlandi. Þessir markaðir hafa alltaf verið eyrnamerktir mér.“Stefnir að frekari útrás Veitingageirinn og fasteignamarkaðurinn hafa verið tveir helstu áherslupunktarnir í fjárfestingum Birgis hér á landi síðustu ár. Hann er meðal annars hluthafi í bakaríum Brauð & Co og veitingahúsum Gló og upplýsir blaðamann að stefnan sé sett á að koma þeim fyrirtækjum inn á erlenda markaði. „Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að reyna að ná einhvers konar jafnvægi í veitingageiranum þegar kemur að skyndibitafæði annars vegar og hollustufæði hins vegar. Ég fór inn í Gló og hef mikinn áhuga á því verkefni en hef ekki getað sinnt því sem skyldi. Nú gefst vonandi tími til þess en við erum nú með þrjár staðsetningar í Danmörku og erum að prófa okkur áfram með aðrar áherslur en þær sem menn kannski þekkja hér á Íslandi. Við munum svo fara í að aðlaga íslensku staðina að dönsku fyrirmyndinni og fólk má vænta þess að sjá töluverðar nýjungar. Meðal annars munum við setja stefnuna á að verða lífrænir og breyta um útlit, matseðil og annað. Við munum fara í miklar áherslubreytingar strax á næsta ári og ég mun fylgja nýjum breytingum eftir. Þegar við verðum komin með tökin á þessu verður stefnan sett á aðra markaði,“ segir Birgir. „Við munum opna nýja Brauð & Co staði á næstu vikum og mánuðum og hugur fólks þar stefnir einnig út á við en við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum um að opna á erlendum mörkuðum. Þarna eru tvö íslensk verkefni sem hafa að mínu mati mikla möguleika og nú mun mér gefast meiri tími til að sinna þessu. Svo er ég einnig hluthafi í þessum hefðbundnu veitingastöðum og er með Café París þar sem markmiðið var að opna stað þar sem maður gæti setið án þess að átta sig á hvort maður væri í Reykjavík, París eða London. Svo eru Joe and the Juice, Jómfrúin og Snaps veitingastaðir sem standa alltaf fyrir sínu. Þetta er því orðinn ansi stór pakki í veitingageiranum,“ segir Birgir en hann seldi sig fyrr á árinu út úr rekstri Hard Rock við Lækjargötu. „Það var einfaldlega ekki tími hjá mér til að sinna verkefninu og svo er ég einnig meðfjárfestir í Jamie’s Italian Iceland. Ef ég fjárfesti frekar í veitingageiranum heima þá verður það í gegnum innri vöxt núverandi verkefna. Því sé ég ekki fyrir mér að ég fjárfesti meira í nýjum veitingastöðum á Íslandi þó maður útiloki ekki neitt.“ Viðtalið birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira