Fjólubláar varir og bronslituð augu Kynning skrifar 27. desember 2017 09:00 Glamour í samstarfi við Max Factor sýnir hér glæsilega förðun sem í nokkrum einföldum skrefum hægt hægt að leika eftir. Sanseruð og bronslituð förðun með djúpum fjólutón á vörum. Þessi augnförðun hentar hvaða augnlit sem er en sérstaklega þeim sem eru með blá og græn augu þar sem bronsliturinn dregur fram augnlitinn.Bronslitaður augnskuggi er borinn á augnlok og undir augnbein til að fá aukna dýpt og því næst er ljós litur borinn í innri augnkrók til að það birti yfir augnsvæðinu.Svartur augnblýantur er borinn í efri og neðri vatnslínu fyrir skarpari augnsvip.Tvö lög af maskara eru borin á augnhár til að draga augun betur fram.Léttur farði á húð og bronslitað sólarpúður sem veitir ljóma borið á enni og kinnbein. Til að fullkomna útlitið er djúpur fjólutónn borinn á varir og gloss bætt ofan á fyrir aukinn glans. Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour
Glamour í samstarfi við Max Factor sýnir hér glæsilega förðun sem í nokkrum einföldum skrefum hægt hægt að leika eftir. Sanseruð og bronslituð förðun með djúpum fjólutón á vörum. Þessi augnförðun hentar hvaða augnlit sem er en sérstaklega þeim sem eru með blá og græn augu þar sem bronsliturinn dregur fram augnlitinn.Bronslitaður augnskuggi er borinn á augnlok og undir augnbein til að fá aukna dýpt og því næst er ljós litur borinn í innri augnkrók til að það birti yfir augnsvæðinu.Svartur augnblýantur er borinn í efri og neðri vatnslínu fyrir skarpari augnsvip.Tvö lög af maskara eru borin á augnhár til að draga augun betur fram.Léttur farði á húð og bronslitað sólarpúður sem veitir ljóma borið á enni og kinnbein. Til að fullkomna útlitið er djúpur fjólutónn borinn á varir og gloss bætt ofan á fyrir aukinn glans. Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour