Íslandsmeistarar FH mæta Víkingi úr Götu frá Færeyjum í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.
Þetta varð ljóst í kvöld eftir frægðarför færeysku Víkinganna til Kósóvó þar sem þeir unnu Trepca '89, 4-1, fyrir framan 18.000 manns. Víkingarnir unnu fyrri leikinn, 2-1, og einvígið því samanlagt, 6-2.
Mikil spenna var fyrir leiknum í Kósóvó enda fyrsti Meistaradeildarleikurinn sem félagslið frá landinu spilar eftir að sjálfstæði þess var viðurkennt hjá UEFA.
Skúrkur kvöldsins var Blerand Kurtisah, leikmaður Trepca, sem fékk tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik og var sendur í sturtu á 33. mínútu. Staðan þá var 0-0.
Aðeins fjórum mínútum síðar kom Rúmeninn Vasile Anghel gestunum í 1-0 og Perparim Islami varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.
Staðan 2-0 í hálfleik en Víkingarnir gengu svo endanlega frá einvígi með tveimur mörkum frá Sölva Vatnshamri á 52. og 59. mínútu. Florent Hasani minnkaði muninn í 4-1 á 65. mínútu en það var langt frá því að vera nóg.
Fyrri leikur FH og Víkings fer fram í Kaplakrika 12. júlí og sá síðari ytra viku síðar.
FH fer til Færeyja eftir frægðarför Víkinganna til Kósóvó
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn