Tíu ár frá marki Bjarna gegn Keflavík: Stríðsástand á Skaganum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 14:45 Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira