Tónlist

Dísa kemur fram í Gljúfrasteini

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spennandi tónleikar framundan.
Spennandi tónleikar framundan.
Söngkonan Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa, mun koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins næstkomandi sunnudag klukkan fjögur.

Efnisskrá tónleikanna verður gamalt efni í bland við frumflutning á nýju efni sem kemur út með haustinu. Auk þess fléttar Dísa inn afrískum tónum og sönglagi á Sanskrít.

Henni til fulltingis verða tónlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson (Memfismafían, Hjálmar) á píanó og Ingimundur Guðmundsson (Caterpillerman, Babies) á hljómborð.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst og hefjast þeir alltaf kl. 16:00. Miðaverð er 2000 krónur.

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni má sjá hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×