Framkvæmdastjóri Fox Sports rekinn Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2017 09:46 Jamie Horowitz. Vísir/AFP Jamie Horowitz, framkvæmdastjóri Fox Sports, hefur verið látinn taka poka sinn. Engar ástæður hafa verið gefnar um ástæður uppsagnarinnar en í tölvupósti til starfsmanna lagði Eric Shanks, forstjóri Fox Sports, áherslu á að starfsmenn hagi sér fagmannlega á vinnustaðnum. Fox Sports rekur nokkrar sjónvarpsstöðvar sem sýna frá íþróttaviðburðum, en fyritækið heyrir undir fjölmiðlarisann 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch. Fréttir hafa að undanförnu verið sagðar af ásökunum um kynferðislegt áreiti innan Fox Sports. Lögfræðingur Horowitz segir að framkoma Fox Sports í garð skjólstæðings síns sé fyrir neðan allar hellur og að starfshættir hans hafi verið til fyrirmyndar. Lögfræðingur Fox segir hins vegar að uppsögnin hafi verið réttlætanleg og að lögmaður Horowitz sé ekki með staðreyndirnar á hreinu. Síðasta sumar lét Roger Ailes, framkvæmdastjóri Fox News til margra ára, af störfum eftir að fjöldi samstarfskvenna sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Þá var þáttastjórnandinn Bill O'Reilly látinn fara frá Fox News vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt samstarfskonu sína. O’Reilly hafnaði þeim ásökunum. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jamie Horowitz, framkvæmdastjóri Fox Sports, hefur verið látinn taka poka sinn. Engar ástæður hafa verið gefnar um ástæður uppsagnarinnar en í tölvupósti til starfsmanna lagði Eric Shanks, forstjóri Fox Sports, áherslu á að starfsmenn hagi sér fagmannlega á vinnustaðnum. Fox Sports rekur nokkrar sjónvarpsstöðvar sem sýna frá íþróttaviðburðum, en fyritækið heyrir undir fjölmiðlarisann 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch. Fréttir hafa að undanförnu verið sagðar af ásökunum um kynferðislegt áreiti innan Fox Sports. Lögfræðingur Horowitz segir að framkoma Fox Sports í garð skjólstæðings síns sé fyrir neðan allar hellur og að starfshættir hans hafi verið til fyrirmyndar. Lögfræðingur Fox segir hins vegar að uppsögnin hafi verið réttlætanleg og að lögmaður Horowitz sé ekki með staðreyndirnar á hreinu. Síðasta sumar lét Roger Ailes, framkvæmdastjóri Fox News til margra ára, af störfum eftir að fjöldi samstarfskvenna sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Þá var þáttastjórnandinn Bill O'Reilly látinn fara frá Fox News vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt samstarfskonu sína. O’Reilly hafnaði þeim ásökunum.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira