„Staðfest að þessir gömlu lykilflokkar eru ekki eins stórir og þeir voru áður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2017 15:30 Formenn þeirra átta flokka sem náðu kjöri á Alþingi á laugardag. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir niðurstöður kosninganna staðfesta að gamlir lykilflokkar í stjórnmálunum eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin séu ekki eins stórir og þeir voru áður. Margt er sérstakt við úrslit þingkosninganna. Strax má benda á það að aldrei hafa fleiri flokkar tekið sæti á Alþingi og þá hafa konur ekki verið færri á þingi síðan 2007. Sumt breytist þó aldrei í íslenskum stjórnmálum og það er lykilstaðan sem Framsóknarflokkurinn virðist hvað oftast koma sér í varðandi myndun ríkisstjórnar en ætli kosningar séu sögulegar á einhvern hátt? Vísir heyrði í Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði, og spurði hann hvað hann sæi í niðurstöðum kosninganna nú á mánudegi eftir kjördag. „Það er svona ákveðin þróun sem virðist vera staðfest, það er að segja það er staðfest að þessir gömlu lykilflokkar eru ekki eins stórir og þeir voru áður. Sjálfstæðisflokkurinn er að festast á þessu bili 25 til 30 prósent en áður var hann 35 til 40 prósent flokkur. Þetta er eitt sem blasir við. Samfylkingin sem var hinn turninn þá er hann fjarri því að vera nálægt þeim hæðum sem hún náði áður þó flokkurinn hafi aukið við fylgi sitt nú,“ segir Guðmundur.Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Vísir/anton brinkFjöldi flokkanna á þingi kominn til að vera Þá nefnir hann jafnframt fjölda flokkanna. Sjö flokkar áttu sæti á þingi á seinasta kjörtímabili en þeir verða átta nú. Guðmundur segist telja að þessi fjöldi sé kominn til að vera. „Fjórir flokkar á þingi, eða í mesta lagi fimm, það kerfi virðist vera horfið í bili og mun varla koma aftur,“ segir Guðmundur. Kosningaþátttaka var meiri í ár en í alþingiskosningunum í fyrra. Þetta segir Guðmundur ánægjulegt og bendir á að mögulega hafi fjöldi flokkanna eitthvað með aukna þátttöku að gera. Að minnsta kosti virðist vera sem það sé eftirspurn eftir fleiri flokkum á þingi. Aðspurður um lykilstöðuna sem Framsóknarflokkurinn er í núna bendir Guðmundur á að Framsókn sé miðjuflokkur. „Flokkurinn getur horft bæði til hægri og vinstri. Það hefur ekkert breyst og þar er hann ennþá. Það er athyglisvert við þessar kosningar er það að Sigmundur Davíð fékk svona mikið fylgi sem er auðvitað mjög sláandi og svo hins vegar hitt að fylgi Framsóknarflokksins minnkaði lítið sem ekkert. Sigmundur Davíð hefur því ekki verið að taka fylgi af kjósendum Framsóknarflokksins, að minnsta kosti ekki frá kosningunum í fyrra, en það kann að vera að þessi aukna kjörsókn hafi eitthvað með þetta að gera, það er að stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafi setið heima síðast en mætt núna á kjörstað.“Hlutfall kvenna á þingi hefur ekki veri lægra síðan 2007.grafík/stöð 2Fjöldi kvenna ætti ekki að koma á óvart en gerir það samt Fjöldi kvenna á nýju þingi hefur síðan vakið athygli en hlutfall þingkvenna hefur ekki verið lægra í 10 ár. „Miðað við þessi úrslit og hvernig raðað var á listana og flokkana sem voru að fá mikið af atkvæðum þá ætti þetta ekki að koma á óvart. Þetta kemur auðvitað samt á óvart því manni fannst eins og þetta ætti ekki að geta gerst. En það er bara greinilegt að það eru ekkert allir flokkar sem hugsa um þetta þegar þeir raða á lista,“ segir Guðmundur og bendir á tvö dæmi sem snúa að Sjálfstæðisflokknum, annars vegar á Suðurkjördæmi þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum og náðu kjöri. Hins vegar nefnir Guðmundur Suðvesturkjördæmi þar sem Vilhjálmur Bjarnason féll af þingi en eftir prófkjör í kjördæminu í fyrra var voru karlarnir þrír sem skipuðu sæti 2, 3 og 4 færðir niður um eitt sæti á lsitanum og Bryndís Haraldsdóttir færð upp í 2. sætið. Vilhjálmur fór niður í 5. sæti. „Svo er greinilegt að Miðflokkurinn hafði þetta sjónarmið ekkert að leiðarljósi þegar hann raðaði á lista,“ segir Guðmundur en af sex þingmönnum flokksins er ein kona. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Ekki hafa færri konur náð kjöri í kosningum til Alþingis í áratug. "Þetta er afturför,“ segir fyrrverandi forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir. Varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir frjálslynda hrynja af þingi. 30. október 2017 07:00 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Margt er sérstakt við úrslit þingkosninganna. Strax má benda á það að aldrei hafa fleiri flokkar tekið sæti á Alþingi og þá hafa konur ekki verið færri á þingi síðan 2007. Sumt breytist þó aldrei í íslenskum stjórnmálum og það er lykilstaðan sem Framsóknarflokkurinn virðist hvað oftast koma sér í varðandi myndun ríkisstjórnar en ætli kosningar séu sögulegar á einhvern hátt? Vísir heyrði í Guðmundi Hálfdánarsyni, prófessor í sagnfræði, og spurði hann hvað hann sæi í niðurstöðum kosninganna nú á mánudegi eftir kjördag. „Það er svona ákveðin þróun sem virðist vera staðfest, það er að segja það er staðfest að þessir gömlu lykilflokkar eru ekki eins stórir og þeir voru áður. Sjálfstæðisflokkurinn er að festast á þessu bili 25 til 30 prósent en áður var hann 35 til 40 prósent flokkur. Þetta er eitt sem blasir við. Samfylkingin sem var hinn turninn þá er hann fjarri því að vera nálægt þeim hæðum sem hún náði áður þó flokkurinn hafi aukið við fylgi sitt nú,“ segir Guðmundur.Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Vísir/anton brinkFjöldi flokkanna á þingi kominn til að vera Þá nefnir hann jafnframt fjölda flokkanna. Sjö flokkar áttu sæti á þingi á seinasta kjörtímabili en þeir verða átta nú. Guðmundur segist telja að þessi fjöldi sé kominn til að vera. „Fjórir flokkar á þingi, eða í mesta lagi fimm, það kerfi virðist vera horfið í bili og mun varla koma aftur,“ segir Guðmundur. Kosningaþátttaka var meiri í ár en í alþingiskosningunum í fyrra. Þetta segir Guðmundur ánægjulegt og bendir á að mögulega hafi fjöldi flokkanna eitthvað með aukna þátttöku að gera. Að minnsta kosti virðist vera sem það sé eftirspurn eftir fleiri flokkum á þingi. Aðspurður um lykilstöðuna sem Framsóknarflokkurinn er í núna bendir Guðmundur á að Framsókn sé miðjuflokkur. „Flokkurinn getur horft bæði til hægri og vinstri. Það hefur ekkert breyst og þar er hann ennþá. Það er athyglisvert við þessar kosningar er það að Sigmundur Davíð fékk svona mikið fylgi sem er auðvitað mjög sláandi og svo hins vegar hitt að fylgi Framsóknarflokksins minnkaði lítið sem ekkert. Sigmundur Davíð hefur því ekki verið að taka fylgi af kjósendum Framsóknarflokksins, að minnsta kosti ekki frá kosningunum í fyrra, en það kann að vera að þessi aukna kjörsókn hafi eitthvað með þetta að gera, það er að stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafi setið heima síðast en mætt núna á kjörstað.“Hlutfall kvenna á þingi hefur ekki veri lægra síðan 2007.grafík/stöð 2Fjöldi kvenna ætti ekki að koma á óvart en gerir það samt Fjöldi kvenna á nýju þingi hefur síðan vakið athygli en hlutfall þingkvenna hefur ekki verið lægra í 10 ár. „Miðað við þessi úrslit og hvernig raðað var á listana og flokkana sem voru að fá mikið af atkvæðum þá ætti þetta ekki að koma á óvart. Þetta kemur auðvitað samt á óvart því manni fannst eins og þetta ætti ekki að geta gerst. En það er bara greinilegt að það eru ekkert allir flokkar sem hugsa um þetta þegar þeir raða á lista,“ segir Guðmundur og bendir á tvö dæmi sem snúa að Sjálfstæðisflokknum, annars vegar á Suðurkjördæmi þar sem þrír karlar voru í efstu sætunum og náðu kjöri. Hins vegar nefnir Guðmundur Suðvesturkjördæmi þar sem Vilhjálmur Bjarnason féll af þingi en eftir prófkjör í kjördæminu í fyrra var voru karlarnir þrír sem skipuðu sæti 2, 3 og 4 færðir niður um eitt sæti á lsitanum og Bryndís Haraldsdóttir færð upp í 2. sætið. Vilhjálmur fór niður í 5. sæti. „Svo er greinilegt að Miðflokkurinn hafði þetta sjónarmið ekkert að leiðarljósi þegar hann raðaði á lista,“ segir Guðmundur en af sex þingmönnum flokksins er ein kona.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Ekki hafa færri konur náð kjöri í kosningum til Alþingis í áratug. "Þetta er afturför,“ segir fyrrverandi forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir. Varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir frjálslynda hrynja af þingi. 30. október 2017 07:00 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Ekki hafa færri konur náð kjöri í kosningum til Alþingis í áratug. "Þetta er afturför,“ segir fyrrverandi forseti þingsins, Unnur Brá Konráðsdóttir. Varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir frjálslynda hrynja af þingi. 30. október 2017 07:00
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45