Þetta er bannað þegar þú ert að kaupa miða á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2017 14:17 Stuðingsmaður íslenska liðsins á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Ísland er á leiðinni á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi næsta sumar og margir Íslendingar eru örugglega farnir að plana hjá sér rússneskt sumar. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir einn mánuð hvernig riðill íslenska liðsins lítur út og hvar íslenska liðið mun spila leiki sína. Það er samt allt góðu að fara að kynna sér þessi mál strax því það eru allskonar reglur í gildi. Knattspyrnusamband Íslands hvetur stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til að kynna sér vel skilmála miðakaupa fyrir úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi í grein inn á heimasíðu sambandsins. „Öll miðasala á leiki keppninnar fer fram í gegnum miðavef FIFA, eins og fram hefur komið, og mun KSÍ halda áfram að koma öllum þeim upplýsingum sem berast á framfæri á sínum miðlum. Næsti miðasölugluggi opnar 5. desember og stendur til 31. janúar,“ segir í frétt á heimsíðu KSÍ. „Í miðaskilmálum FIFA er útlistað býsna ítarlega hvaða skuldbindingar miðakaupendur taka sér á hendur við miðakaup. Þar á meðal er fjallað sérstaklega um það í hvaða tilfellum FIFA áskilur sér rétt til að afturkalla miðakaup eða ógilda keyptan miða. Sem dæmi má nefna að skýrt er tekið fram að ekki sé undir neinum kringumstæðum heimilt að endurselja miða eða nota miða í markaðslegum tilgangi, t.d. í gjafaleikjum fyrirtækja sem ekki hafa fengið til þess staðfest samþykki FIFA. Fram kemur í skilmálunum að slíkt sé einfaldlega brot á rússneskum lögum.“ segir í frétt KSÍ. KSÍ biður knattspyrnuáhugafólk um að fara sér að engu óðslega í þessum málum og gæta þess kynna sér vel alla skilmála. KSÍ gefur líka áhugasömum upp fjóra tengla sem munu nýtast vel til að skoða þessi mál betur. Þeir eru:Miðavefur UEFA (https://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html)Algengar spurningar (https://tickets.fifa.com/FAQ/en?platform=desktop&lang=en)Almennir miðaskilmálar (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/53/2018fwc_gtcs_en-generaltermsandconditionsfortheuseoftickets_neutral.pdf)Það sem er bannað (samantekt) (https://resources.fifa.com/mm/document/tournament/ticketing/02/90/39/39/2018fwc_unauthorisedticketsales_en_english.pdf)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira