Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2017 14:15 Ása Nishanthi Magnúsdóttir fór út til Sri Lanka ásamt Sigrúnu Ósk. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira