Skoðun

Hug­sjónir Ingu sigruðu

Árni Stefán Árnason skrifar

Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar.



Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi.



Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd.



Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi.



Höfundur er lögfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×