Stolið fyrir milljarð á hverju ári Benedikt Bóas skrifar 30. október 2017 13:30 Hér má sjá fjöldatölur yfir virka deilendur á nokkrum íslenskum þáttum af skráarskiptisíðunni Deildu.net frá því fyrr í dag. FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna. Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira
FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna.
Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Sjá meira