Innlent

Reynisfjara á lista yfir bestu strendur heimsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands.
Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór
Reynisfjara á Suðurlandi er ofarlega á lista kanadísku ferðaskrifstofunnar FlightNetwork yfir bestu strendur heimsins. Álitsgjafar ferðaskrifstofunnar setja fjöruna í 20. sæti af 50.

Alls voru 632 blaðamenn, ritstjórar og bloggarar spurðir álits en listann í heild sinni má sjá hér. Athygli vekur að flestar stendurnar má flokka sem sólarstrendur og þó að vissulega megi spóka sig um í sólinni í Reynisfjöru er ekki algengt að sjá ferðamenn reyna að ná lit í húðina með að liggja í sandinum svarta tímunum saman.

„Hin hreina fegurð eyjunnar mun hlýja hjarta þínu, svartir sandar, risastóri klettar og öldur Atlantshafsins munu skapa minningar sem geymast,“ segir í umsögn álitsgjafanna um Reynisfjöru.

Þar segir að fegurð Reynisfjöru sé einstök, sérstaklega miðað við aðrar strendur á listanum. Þar segir að Reynisfjara sé fallegasta strönd Íslands og að ferð þangað muni fá alla til þess að gleyma ferðalögum til sólarstranda.

Reynisfjara er óðum að verða eitt þekktasta kennileiti Íslands enda hefur fjaran leikið hlutverk í fjölmörgum þáttum og bíómyndum, þar á meðal Game of Thrones.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×