Access Hollywood svarar Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 17:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017 Donald Trump Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017
Donald Trump Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira