Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, breytti reglugerð um friðunarsvæði hvala í Faxaflóa í síðustu viku. Ný ríkisstjórn tekur að líkindum við völdum seinna í þessari viku. Vísir/Ernir Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira