Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Árásin sem Davíð Smári er ákærður fyrir átti sér stað fyrir tveimur árum við Kjarvalsstaði. Vísir/GVA Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum. Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum.
Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33
Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48
Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01
Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29