Erlent

Mikil öryggisgæsla í Naíróbí

Atli Ísleifsson skrifar
Raila Odinga, andstæðingur Kenyatta forseta, hefur hvatt fólk til að mótmæla.
Raila Odinga, andstæðingur Kenyatta forseta, hefur hvatt fólk til að mótmæla. Vísir/AFP
Mikil öryggisgæsla er nú í Nairóbí, höfuðborg Kenía, en þar verður forsetinn Uhuru Kenyatta settur í embætti í annað sinn.

Mikið hefur gengið á í landinu en endurtaka þurfti forsetakosningarnar vegna ásakana um að Kenyatta hafi haft rangt við.

Helsti andstæðingur hans, Raila Odinga, sem tók ekki þátt í seinni umferðinni, hefur boðað fólk til mótmæla, þrátt fyrir að lögregla hafi lagt bann við slíku.

Búist er við því að um tuttugu þjóðhöfðingjar mæti til að vera viðstaddir athöfnina en Kenyatta vann seinni umferð kosninganna með 98 prósentum atkvæða.

Kjörsókn var hinsvegar afar dræm, eða aðeins um 39 prósent, enda hafði Odinga hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar.


Tengdar fréttir

Keníukosningar kostuðu einn unglingsdreng lífið

Gengið var til forsetakosninga í Keníu í gær í annað sinn á árinu. Kosningarnar sem fóru fram fyrr á árinu voru ógildar vegna ógagnsæis og galla á framkvæmd þeirra. Var því boðað til nýrra kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×