Sport

Fengu tveggja leikja bann fyrir slagsmálin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var búið að taka hjálminn af Crabtree en hann slóst samt.
Það var búið að taka hjálminn af Crabtree en hann slóst samt. vísir/getty
NFL-deildin dæmdi Aqib Talib, leikmann Denver, og Michael Crabtree, leikmann Oakland, í tveggja leikja bann fyrir slagsmálin á sunnudag.

Annað árið í röð lenti þeim saman og að þessu sinni með mun alvarlegri afleiðingum þar sem höggin fengu að dynja á mönnum og fleiri tóku þátt í látunum.

Báðir voru þeir sendir í sturtu fyrir slagsmálin og annar leikmaður Oakland fékk líka sturtuferð fyrir að stjaka við dómara.

Það er ekki algengt að leikmenn í NFL-deildinni fái bönn fyrir eitthvað sem gerist inn á vellinum og þetta er með harðari refsingum sem deildin hefur beitt.

Bæði lið eru ósátt við þennan úrskurð og sérstaklega í ljósi þess að ekkert var aðhafst vegna slagsmála sem urðu í leik fyrir fjórum vikum síðan.

NFL

Tengdar fréttir

Sleit gullkeðjuna aftur af Crabtree

Það brutust út mikil slagsmál í leik Oakland Raiders og Denver Broncos í NFL-deildinni í gær. Líkt og í leik liðanna í fyrra byrjuðu lætin hjá Aqib Talib, varnarmanni Denver, og Michael Crabtree, útherja Raiders.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×