Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2017 22:15 Tupac og Madonna voru par á hátindi ferla sinna á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira