„Síðasta tækifæri“ Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 15:31 Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu. Vísir/AFP Forseti Suður-Kóreu, Moon Jea-in, segir viðræður við Norður-Kóreu aldrei hafa verið mikilvægari. Hann sagði ákvörðun nágranna sinna að gera tilraun með langdræga eldflaug hafa valdið honum vonbrigðum og hún hefði verið röng. Norður-Kórea hefði eitt tækifæri til að taka rétta ákvörðun. „Við viljum ekki fella Norður-Kóreu og við erum ekki að sækjast eftir nokkurs konar sameiningu með innlimun. Við munum ekki sækjast eftir sameiningu með valdi,“ sagði Moon, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tilbúinn til funda Forsetinn sagði einnig að hann væri tilbúinn til að funda með leiðtogum Norður-Kóreu, ef ákveðnum skilyrðum yrði náð og dregið yrði úr spennu á svæðinu. Nauðsynlegt væri að eyða öllum kjarnorkuvopnum á Kóreuskaga. Moon sagði það vera kröfu alþjóðasamfélagsins og grundvallarforsenda þess að tryggja frið. „Það þýðir að ákvörðunin að eyða kjarnorkuvopnum sínum er eina leiðin til að tryggja öryggi Norður-Kóreu. Því ítreka ég að núna er síðasta og besta tækifæri Norður-Kóreu til að breyta rétt.“ Annars myndi Norður-Kóreu mæta frekari þvingunum og auknum þrýstingi.Vill auka samstarfMoon hélt ræðu í dag þar sem hann er staddur í Berlín. Þar fór hann yfir fimm atriða stefnu sína varðandi Norður-Kóreu. Fyrsta stefnan væri eingöngu að sækjast eftir friði og sú önnur væri að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn, án þess að fella ríkisstjórn Norður-Kóreu. Þar að auki vill Moon meðal annars auka samstarf ríkjanna varðandi efnahagsmál og mannúðarstörf, viðhalda samskiptum og leyfa aðskildum fjölskyldum að hittast aftur. Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jea-in, segir viðræður við Norður-Kóreu aldrei hafa verið mikilvægari. Hann sagði ákvörðun nágranna sinna að gera tilraun með langdræga eldflaug hafa valdið honum vonbrigðum og hún hefði verið röng. Norður-Kórea hefði eitt tækifæri til að taka rétta ákvörðun. „Við viljum ekki fella Norður-Kóreu og við erum ekki að sækjast eftir nokkurs konar sameiningu með innlimun. Við munum ekki sækjast eftir sameiningu með valdi,“ sagði Moon, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tilbúinn til funda Forsetinn sagði einnig að hann væri tilbúinn til að funda með leiðtogum Norður-Kóreu, ef ákveðnum skilyrðum yrði náð og dregið yrði úr spennu á svæðinu. Nauðsynlegt væri að eyða öllum kjarnorkuvopnum á Kóreuskaga. Moon sagði það vera kröfu alþjóðasamfélagsins og grundvallarforsenda þess að tryggja frið. „Það þýðir að ákvörðunin að eyða kjarnorkuvopnum sínum er eina leiðin til að tryggja öryggi Norður-Kóreu. Því ítreka ég að núna er síðasta og besta tækifæri Norður-Kóreu til að breyta rétt.“ Annars myndi Norður-Kóreu mæta frekari þvingunum og auknum þrýstingi.Vill auka samstarfMoon hélt ræðu í dag þar sem hann er staddur í Berlín. Þar fór hann yfir fimm atriða stefnu sína varðandi Norður-Kóreu. Fyrsta stefnan væri eingöngu að sækjast eftir friði og sú önnur væri að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn, án þess að fella ríkisstjórn Norður-Kóreu. Þar að auki vill Moon meðal annars auka samstarf ríkjanna varðandi efnahagsmál og mannúðarstörf, viðhalda samskiptum og leyfa aðskildum fjölskyldum að hittast aftur.
Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira