Snorri Steinn: Kemur í ljós hvað ég spila mikið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 13:45 Af blaðamannafundinum í Valshöllinni. vísir/eyþór Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Snorri Steinn stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar hjá meistaraflokki karla en verður yfirþjálfari allra flokka hjá Val. Á blaðamannafundinum voru Árni Þór Sigtryggsson og Magnús Óli Magnússon einnig kynntir sem nýir leikmenn Vals.Kemur í ljós hversu mikið ég spila Snorri Steinn segist vera ánægður með að vera kominn heim eftir 14 ára farsælan feril í atvinnumennsku. „Ég gerði fínan starfslokasamning við Nimes og í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn. Snorri Steinn átti góð ár í Frakklandi og er í hörkuformi. Hann segir þó óvíst hversu mikið hann spilar með Val í vetur. „Ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég læt það ráðast,“ sagði Snorri Steinn. Að hans sögn setja Valsmenn stefnuna hátt fyrir næsta tímabil.Haldið áfram á sömu braut „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð sjálfsagt hvað ætlum að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru komnir aftur í Olís-deildina. „Mér líst mjög vel á hana. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera,“ sagði hann. Nánar verður rætt við Snorra Stein í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals á blaðamannafundi í Valshöllinni í hádeginu í dag. Snorri Steinn stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Óskar Bjarni Óskarsson stígur til hliðar hjá meistaraflokki karla en verður yfirþjálfari allra flokka hjá Val. Á blaðamannafundinum voru Árni Þór Sigtryggsson og Magnús Óli Magnússon einnig kynntir sem nýir leikmenn Vals.Kemur í ljós hversu mikið ég spila Snorri Steinn segist vera ánægður með að vera kominn heim eftir 14 ára farsælan feril í atvinnumennsku. „Ég gerði fínan starfslokasamning við Nimes og í kjölfarið ræddi ég við Valsara og við vorum sammála um að ég kæmi inn í félagið. Við fundum flöt á því sem ég held að allir séu ánægðir með,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn. Snorri Steinn átti góð ár í Frakklandi og er í hörkuformi. Hann segir þó óvíst hversu mikið hann spilar með Val í vetur. „Ég er í góðu standi og mun æfa með liðinu. Það verður bara að koma í ljós hvað ég spila mikið. Ég læt það ráðast,“ sagði Snorri Steinn. Að hans sögn setja Valsmenn stefnuna hátt fyrir næsta tímabil.Haldið áfram á sömu braut „Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Íslands- og bikarmeistarar hafa það yfirleitt að markmiði að verja titlana. Við höfum reyndar ekkert rætt það en það er nokkuð sjálfsagt hvað ætlum að gera,“ sagði Snorri Steinn sem er einn fjölmargra atvinnumanna sem eru komnir aftur í Olís-deildina. „Mér líst mjög vel á hana. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og svolítið eins og þetta á að vera,“ sagði hann. Nánar verður rætt við Snorra Stein í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45 Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39 Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30 Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:45
Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð. 6. júlí 2017 12:39
Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. 6. júlí 2017 12:30
Elverum vildi fá Gíslasyni Norska liðið Elverum vildi fá til sín bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni, en þeir hafa ákveðið að vera áfram í herbúðum Vals. 6. júlí 2017 12:58