Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 14:07 Steingrímur Erlingsson við vindmyllurnar tvær í Þykkvabæ. Biokraft Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni. Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni.
Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira