Engin hætta á mengun í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 13:34 Sjósundskappar í Nauthólsvík. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir enga hættu á því að skólp sem nú berst óhreinsað út í hafið við skólpdælistöð í Faxaskjóli berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Sýni voru tekin í fjörunni í morgun og er frumniðurstöðu að vænta á morgun. 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi hafa streymt út í sjóinn undanfarna ellefu sólarhringa. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir það taka sinn tíma að vinna úr sýnatöku líkt og þeirri sem gerð var í morgun. Önnur sýnataka í fjörunni er fyrirhuguð seinni partinn. „Fjaran leit mjög vel út og ákaflega lítil ummerki að sjá. Ef það finnst eitthvað þá verður það hreinsað,“ segir Svava.Skólphreinsistöðin í Faxaskjóli í morgun. Þar flæða 750 lítrar á sekúndu af óhreinsuðu skólpi út í sjóinn.Vísir/VilhelmÞynnist um leið og það blandast sjó Skólpdælistöðin tekur við úrgangi frá stórum hluta Kópavogs, Garðabæjar, Breiðholts, Árbæjar og Norðlingaholts. Þaðan er skólpinu venjulega dælt áfram í hreinsistöð við Ánanaust þar sem það er hreinsað og dælt út í sjó um fjóra kílómetra frá landi. Vegna bilunar í neyðarlúgu, sem unnið er að viðgerð að, eru dælur ekki hafðar í gangi. Þess í stað er skólpinu leyft að flæða óhreinsuðu út í sjó við Faxaskjól. Svava segir enga hættu á því að skólpið frá Faxaskjóli berist í Nauthólsvík þar sem fjölmargir stunda sjóstund og nýta sér baðströndina á blíðviðrisdögum. „Það er engin hætta á að þetta berist í Nauthólsvík. Það er svo mikil þynning um leið og þetta blandast sjónum,“ segir Svava. Þá taki straumarnir við og beri skólið frá landi. Fjarlægðin í Nauthólsvík sé allt of mikil.Dömubindi eiga ekki að rata í klósettið Hún útskýrir að eftirlitið hafi í gegnum tíðina tekið prufur við Skeljanesið í Skerjafirði, þá dælustöð sem er næst Nauthólsvík. Endrum og sinnum hafi þurft að opna neyðarlúgu þar vegna bilana og í framhaldinu verið gerðar mælingar. „Við sjáum að það hefur ákaflega lítil áhrif á Nauthólsvík,“ segir Svava en dælustöðin er mun nær Nauthólsvík en sú í Faxaskjóli. Það sé aðallega svæðið í kringum Faxaskjól þar sem gætu sést hærri gildi saurgerla en annars sé aðallega um sjónmengun að ræða, þegar til landsins berist aukinn úrgangur. Sjórinn sé hins vegar fljótur að hreinsa sig. Svava minnir á að í þeim tilfellum sem dömubindi og þvíumlíkt finnist í fjörunni sé það einnig áminning um að það eigi ekki að rata í skólpkerfið til að byrja með. „Það verður aldrei of oft sagt.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00