Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 13:10 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira