Rafræn tónlistarveisla ræst í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 11:00 Á Extreme Chill verður boðið upp á leyndardómsfullt ferðalag. Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu. Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu.
Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira