Efnahagslegur ójöfnuður er vont mál Forsetar Alþýðusambanda allra Norðurlandanna skrifar 6. júlí 2017 07:00 Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, skrifuðum í fyrrasumar grein sem birtist á síðum dagblaða á Norðurlöndum undir yfirskriftinni „Rödd Norðurlanda þarf að heyrast“. Skilaboð okkar voru skýr. Áhuginn á norræna líkaninu er mikill á alþjóðlegum vettvangi. Umheimurinn gerir sér grein fyrir því að við hér á Norðurlöndum höfum sýnt fram á að ekki aðeins er mögulegt að sameina með góðum árangri hagvöxt og samkeppnishæfi með alhliða velferð og efnahagslegum jöfnuði, það er líka æskilegt. Jafnt af félagslegum sem efnahagslegum ástæðum. Við færðum rök fyrir því að Norðurlönd ættu að fá aukið rými á alþjóðlegum vettvangi, eins og t.a.m. innan G20, til þess að deila reynslu okkar með öðrum – það væri beinlínis skylda okkar. Við fögnum því þeirri ákvörðun að Angela Merkel, í krafti formennsku Þýskalands innan G20, skuli hafa boðið Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, að taka þátt í ársfundi þjóða sem mynda 20 sterkustu hagkerfi heimsins sem fer fram í Hamborg 7. og 8. júlí. Rödd Norðurlanda þarf að heyrast á vettvangi G20, ekki einungis af þeirri ástæðu að Norðurlöndin eru tólfta stærsta hagkerfið í heiminum, heldur einnig vegna þess að Norðurlöndin eru brautryðjendur þegar kemur að sjálfbærri efnahagslegri og félagslegri þróun. Málefnið er brýnna nú en nokkru sinni fyrr. Í Hvíta húsinu ræður Donald Trump ríkjum. Bretland hefur nýlega óskað eftir skilnaði við ESB, tæplega viku eftir að það friðarsamstarf hélt upp á sextugsafmæli sitt, og í Evrópu heldur popúlisminn áfram að styrkja stöðu sína. Þetta er mikið áhyggjuefni. Popúlisminn eykur klofning, hugmyndafræði hans hvílir á valdboði og verndarstefnu, og er í andstöðu við þau framsæknu og frjálslyndu gildi sem lýðræðið byggir á. Hinu opna samfélagi er stefnt gegn lokuðum landamærum. Helstu rökin fyrir þeirri verndarstefnu og þeim popúlisma sem býr að baki kosningu Trumps og niðurstöðu Brexit má finna í þróun efnahagslegs ójöfnuðar síðustu ára. Margar rannsóknir, m.a. á vegum OECD, AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) og Alþjóðabankans, hafa staðfest að allt frá árinu 1980 hefur þróunin verið á þann veg að sífellt færri hirða æ stærri skerf af auðlindum samfélagsins. Umfram allt eru það þau 10% sem hæstar hafa tekjurnar – og sérstaklega auðugasti hundraðshlutinn – sem aukið hafa tekjur sínar, á meðan kaupmáttur allra hinna (90%) hefur staðið í stað eða versnað. Það er sláandi staðreynd að átta auðugustu einstaklingar jarðarinnar skuli ráða yfir jafnmiklum fjármunum og fátækari helmingur allra jarðarbúa. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratug síðustu aldar miðaði að því að draga úr eftirliti og hömlum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu – oft nánast vegna skipana frá OECD, AGS og Alþjóðabankanum. Útvötnuð félagsleg umræða og dvínandi áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt innan vinnustaða sem á landsvísu, innan Evrópu eða alþjóðlega, á alla stefnumótun um jafnari skiptingu gæða, hefur stuðlað að auknum ójöfnuði. Ofan á þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, óhefðbundnir ráðningarsamningar þar sem mikið vantar upp á að laun séu eðlileg og samkvæmt gildandi samningum, að gott vinnuumhverfi sé tryggt sem og félagslegt öryggi, orlofsréttur og endurmenntun. En það er ljós við enda ganganna. OECD, AGS og Alþjóðabankinn hafa breytt um stefnu og dagskráin í okkar hnattvædda heimi er opin fyrir hugmyndum. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem aukinn efnahagslegur ójöfnuður og skortur á jafnrétti kynjanna hefur á félagslega samheldni, hægir þetta á vexti og hindrar bata í kjölfar efnahagslægða. Það eru einfaldlega slæm skipti og það er þess vegna sem þörfin fyrir sameiginlega launastefnu hefur verið rædd á vettvangi G20 ríkjanna undanfarin tvö ár. Ójöfnuðurinn hefur einnig vaxið á Norðurlöndum og sums staðar mikið. Í samanburði við önnur ríki Vesturlanda teljast okkar norrænu jafnréttissamfélög þó á meðal þeirra ríkja þar sem mestur jöfnuður ríkir. Og mest hamingja. Það er þetta afrek; getan til að samræma mikinn félagslegan og efnahagslegan jöfnuð með mikilli samkeppnishæfni og hárri framleiðni, sem heimurinn er forvitinn um. Eða eins og aðstoðarforstjóri atvinnumála hjá OECD, Mark Pearson, orðaði það: „Hvort sem horft er atvinnuleysis, atvinnuþátttöku, tekna, jafnréttis, félagslegs öryggis eða góðs vinnuumhverfis, þá eru norræn ríki, sérstaklega Noregur og Danmörk, efst á alþjóðlegum listum. Þetta þýðir að mörg önnur ríki líta til Norðurlanda og velta því fyrir sér hvort norræna líkanið sé besta lausnin til að ná markmiðum vinnumarkaðarins.“ Við erum þeirrar skoðunar að Norðurlönd ættu að taka í hina útréttu hönd alþjóðasamfélagsins og setja mark sitt á stefnuskrá þess. Við eigum að vera í fararbroddi fyrir opnari og efnahagslega jafnari heimi. Af félagslegum og efnahagslegum ástæðum. Það er því mikilvægt, þegar Noregur, í krafti formennsku sinnar í Norrænu ráðherranefndinni, tekur þátt í leiðtogafundi G20 ríkjanna í Hamborg, að Erna Solberg tali rödd Norðurlanda og setji í forgang þessi sex atriði sem Norðurlönd þekkja og hafa reynslu af: Efla þarf skipulag, félagslega umræðu og samstarf á milli aðila vinnumarkaðarins, ekki síst innan ESB, en einnig á landsvísu, norræna vísu og alþjóðlega. Norðurlöndin eru samkeppnishæf og þar ríkir mikill efnahagslegur jöfnuður, m.a. vegna þess að vinnumarkaðurinn er skipulagður og einkennist af jafnræði á milli aðila hans. Draga ber úr atvinnuleysi með því að G20 ríkin leggi fram sameiginlega opinbera fjárfestingarstefnu sem rýfur hægan hagvöxt. Stuðla ber að jafnrétti kynjanna og hárri atvinnuþátttöku með því að móta fjölskyldustefnu, velferðarkerfi með tekjutengdum almannatryggingum, sömu laun skulu vera fyrir sömu vinnu auk möguleika á endurmenntun og þróun vinnufærni. Fjárfesta skal í menntun, færni og símenntun fyrir alla. Sú áskorun að bjóða alhliða menntun sem eykur félagslegan jöfnuð er ein forsenda þess að hægt sé að byggja upp jafnréttissamfélag þar sem allir hafa jafna möguleika. Þekking er hornsteinn lýðræðissamfélagsins. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í því skyni að auðvelda aðlögun hælisleitenda og flóttamanna í móttökulandi, með því að bæta ráðningarkjör og félagslega vernd, tryggja símenntun og góða menntun, allt frá leikskóla til framhalds- og háskóla. Takast þarf á við þær áskoranir sem leiða af nýjum tegundum fyrirtækja í stafrænu hagkerfi, þegar kemur að samkeppni, fjárfestingum og skattlagningu. Tryggja þarf öryggi, réttindi og ráðningarskilyrði starfsmanna í hinu stafræna hagkerfi.Höfundar eru forsetar Alþýðusambanda allra Norðurlandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við, talsmenn norrænu verkalýðshreyfingarinnar, skrifuðum í fyrrasumar grein sem birtist á síðum dagblaða á Norðurlöndum undir yfirskriftinni „Rödd Norðurlanda þarf að heyrast“. Skilaboð okkar voru skýr. Áhuginn á norræna líkaninu er mikill á alþjóðlegum vettvangi. Umheimurinn gerir sér grein fyrir því að við hér á Norðurlöndum höfum sýnt fram á að ekki aðeins er mögulegt að sameina með góðum árangri hagvöxt og samkeppnishæfi með alhliða velferð og efnahagslegum jöfnuði, það er líka æskilegt. Jafnt af félagslegum sem efnahagslegum ástæðum. Við færðum rök fyrir því að Norðurlönd ættu að fá aukið rými á alþjóðlegum vettvangi, eins og t.a.m. innan G20, til þess að deila reynslu okkar með öðrum – það væri beinlínis skylda okkar. Við fögnum því þeirri ákvörðun að Angela Merkel, í krafti formennsku Þýskalands innan G20, skuli hafa boðið Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, að taka þátt í ársfundi þjóða sem mynda 20 sterkustu hagkerfi heimsins sem fer fram í Hamborg 7. og 8. júlí. Rödd Norðurlanda þarf að heyrast á vettvangi G20, ekki einungis af þeirri ástæðu að Norðurlöndin eru tólfta stærsta hagkerfið í heiminum, heldur einnig vegna þess að Norðurlöndin eru brautryðjendur þegar kemur að sjálfbærri efnahagslegri og félagslegri þróun. Málefnið er brýnna nú en nokkru sinni fyrr. Í Hvíta húsinu ræður Donald Trump ríkjum. Bretland hefur nýlega óskað eftir skilnaði við ESB, tæplega viku eftir að það friðarsamstarf hélt upp á sextugsafmæli sitt, og í Evrópu heldur popúlisminn áfram að styrkja stöðu sína. Þetta er mikið áhyggjuefni. Popúlisminn eykur klofning, hugmyndafræði hans hvílir á valdboði og verndarstefnu, og er í andstöðu við þau framsæknu og frjálslyndu gildi sem lýðræðið byggir á. Hinu opna samfélagi er stefnt gegn lokuðum landamærum. Helstu rökin fyrir þeirri verndarstefnu og þeim popúlisma sem býr að baki kosningu Trumps og niðurstöðu Brexit má finna í þróun efnahagslegs ójöfnuðar síðustu ára. Margar rannsóknir, m.a. á vegum OECD, AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) og Alþjóðabankans, hafa staðfest að allt frá árinu 1980 hefur þróunin verið á þann veg að sífellt færri hirða æ stærri skerf af auðlindum samfélagsins. Umfram allt eru það þau 10% sem hæstar hafa tekjurnar – og sérstaklega auðugasti hundraðshlutinn – sem aukið hafa tekjur sínar, á meðan kaupmáttur allra hinna (90%) hefur staðið í stað eða versnað. Það er sláandi staðreynd að átta auðugustu einstaklingar jarðarinnar skuli ráða yfir jafnmiklum fjármunum og fátækari helmingur allra jarðarbúa. Þetta er að miklu leyti afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem síðan á 9. áratug síðustu aldar miðaði að því að draga úr eftirliti og hömlum, breyta skattkerfinu og draga úr opinberri fjárfestingu – oft nánast vegna skipana frá OECD, AGS og Alþjóðabankanum. Útvötnuð félagsleg umræða og dvínandi áhrif verkalýðshreyfingarinnar, jafnt innan vinnustaða sem á landsvísu, innan Evrópu eða alþjóðlega, á alla stefnumótun um jafnari skiptingu gæða, hefur stuðlað að auknum ójöfnuði. Ofan á þetta bætast þær áskoranir sem fylgja hnattvæðingunni og stafrænu byltingunni, óhefðbundnir ráðningarsamningar þar sem mikið vantar upp á að laun séu eðlileg og samkvæmt gildandi samningum, að gott vinnuumhverfi sé tryggt sem og félagslegt öryggi, orlofsréttur og endurmenntun. En það er ljós við enda ganganna. OECD, AGS og Alþjóðabankinn hafa breytt um stefnu og dagskráin í okkar hnattvædda heimi er opin fyrir hugmyndum. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem aukinn efnahagslegur ójöfnuður og skortur á jafnrétti kynjanna hefur á félagslega samheldni, hægir þetta á vexti og hindrar bata í kjölfar efnahagslægða. Það eru einfaldlega slæm skipti og það er þess vegna sem þörfin fyrir sameiginlega launastefnu hefur verið rædd á vettvangi G20 ríkjanna undanfarin tvö ár. Ójöfnuðurinn hefur einnig vaxið á Norðurlöndum og sums staðar mikið. Í samanburði við önnur ríki Vesturlanda teljast okkar norrænu jafnréttissamfélög þó á meðal þeirra ríkja þar sem mestur jöfnuður ríkir. Og mest hamingja. Það er þetta afrek; getan til að samræma mikinn félagslegan og efnahagslegan jöfnuð með mikilli samkeppnishæfni og hárri framleiðni, sem heimurinn er forvitinn um. Eða eins og aðstoðarforstjóri atvinnumála hjá OECD, Mark Pearson, orðaði það: „Hvort sem horft er atvinnuleysis, atvinnuþátttöku, tekna, jafnréttis, félagslegs öryggis eða góðs vinnuumhverfis, þá eru norræn ríki, sérstaklega Noregur og Danmörk, efst á alþjóðlegum listum. Þetta þýðir að mörg önnur ríki líta til Norðurlanda og velta því fyrir sér hvort norræna líkanið sé besta lausnin til að ná markmiðum vinnumarkaðarins.“ Við erum þeirrar skoðunar að Norðurlönd ættu að taka í hina útréttu hönd alþjóðasamfélagsins og setja mark sitt á stefnuskrá þess. Við eigum að vera í fararbroddi fyrir opnari og efnahagslega jafnari heimi. Af félagslegum og efnahagslegum ástæðum. Það er því mikilvægt, þegar Noregur, í krafti formennsku sinnar í Norrænu ráðherranefndinni, tekur þátt í leiðtogafundi G20 ríkjanna í Hamborg, að Erna Solberg tali rödd Norðurlanda og setji í forgang þessi sex atriði sem Norðurlönd þekkja og hafa reynslu af: Efla þarf skipulag, félagslega umræðu og samstarf á milli aðila vinnumarkaðarins, ekki síst innan ESB, en einnig á landsvísu, norræna vísu og alþjóðlega. Norðurlöndin eru samkeppnishæf og þar ríkir mikill efnahagslegur jöfnuður, m.a. vegna þess að vinnumarkaðurinn er skipulagður og einkennist af jafnræði á milli aðila hans. Draga ber úr atvinnuleysi með því að G20 ríkin leggi fram sameiginlega opinbera fjárfestingarstefnu sem rýfur hægan hagvöxt. Stuðla ber að jafnrétti kynjanna og hárri atvinnuþátttöku með því að móta fjölskyldustefnu, velferðarkerfi með tekjutengdum almannatryggingum, sömu laun skulu vera fyrir sömu vinnu auk möguleika á endurmenntun og þróun vinnufærni. Fjárfesta skal í menntun, færni og símenntun fyrir alla. Sú áskorun að bjóða alhliða menntun sem eykur félagslegan jöfnuð er ein forsenda þess að hægt sé að byggja upp jafnréttissamfélag þar sem allir hafa jafna möguleika. Þekking er hornsteinn lýðræðissamfélagsins. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í því skyni að auðvelda aðlögun hælisleitenda og flóttamanna í móttökulandi, með því að bæta ráðningarkjör og félagslega vernd, tryggja símenntun og góða menntun, allt frá leikskóla til framhalds- og háskóla. Takast þarf á við þær áskoranir sem leiða af nýjum tegundum fyrirtækja í stafrænu hagkerfi, þegar kemur að samkeppni, fjárfestingum og skattlagningu. Tryggja þarf öryggi, réttindi og ráðningarskilyrði starfsmanna í hinu stafræna hagkerfi.Höfundar eru forsetar Alþýðusambanda allra Norðurlandanna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar