Innlent

Rétt að vera vakandi fyrir hálku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er betra að passa sig svo maður fljúgi ekki á hausinn.
Það er betra að passa sig svo maður fljúgi ekki á hausinn. VÍSIR/STEFÁN
Eins og svo oft á þessum árstíma biður Vegagerðin vegfarendur um að vera vakandi fyrir hálku í dag. Að sögn Vegagerðarinnar er þó greiðfært mjög víða á Suðvesturlandi en á Suðurlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir og flughálka á nokkrum köflum.

Á Vesturlandi er víða greiðfært á láglendi og hálkublettir á fjallvegum. Snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Þá er hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og flughálka á Bjarnarfjarðarhálsi. Einnig er ófært yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi vestra er hálka, hálkublettir og snjóþekja og éljagangur á nokkrum leiðum þó svo að greiðfært sé á nokkrum lálensivegum. Hálka eða hálkublettir eru á Norðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Hálka eða hálkublettir er á vegum á Austurlandi. Hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum. Hálka eða hálkublettir eru með suðurströndinni en greiðfært inn á milli.

Vegir á hálendinu eru einnig að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×