Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. desember 2017 04:27 Fulltrúar Icelandair og flugvirkja áður en fundur hófst í gær. Eftir það var fjölmiðlafólki vísað á dyr þar sem nærvera þess þótti hafa truflandi áhrif á fundarhöld. Fundarmenn vörðust allra frétta af gangi mála. vísir/eyþór Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar. Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar.
Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12
Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45
Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57
Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58