Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. desember 2017 04:27 Fulltrúar Icelandair og flugvirkja áður en fundur hófst í gær. Eftir það var fjölmiðlafólki vísað á dyr þar sem nærvera þess þótti hafa truflandi áhrif á fundarhöld. Fundarmenn vörðust allra frétta af gangi mála. vísir/eyþór Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar. Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur. Fjölmiðlar fengu ekki að vera viðstaddir undirritunina. Í örstuttum skilaboðum til fréttamanns sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins það mikinn létti að samningar hafi náðst í þessari krefjandi kjaradeilu. „Samningurinn verður nú borinn undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til atkvæðagreiðslu,“ sagði Halldór. Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar segir að kjarasamningurinn sem undirritaður var í nótt gildi til 31. desember 2019. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands sagði í stuttu samtali að hann telji nýja samninginn hafa vigt en nú sé það félagsmanna að greiða atkvæði um hann. Samninganefndir voru boðaðir til Ríkissáttasemjara klukkan fjögur í gær og hafa fundarhöld staðið í tólf tíma. Fyrir fundinn var samninganefnd flugvirkja ekki bjartsýn á árangur. Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, beindi þeim tilmælum til fjölmiðla í gær að þeir væru ekki í húsakynnum Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og í nótt þar sem hann taldi nærveru þeirra hafa truflandi áhrif á viðræðurnar sem voru á viðkvæmu stigi. Síðan fundir hófust í gær bárust litlar upplýsingar þar til nú, þegar tilkynnt var að skrifað hefði verið undir. Icelandair hefur þegar aflýst þremur ferðum í fyrramálið; til Brussel, París Orly og Hamborgar.
Tengdar fréttir Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12 Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45 Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fundur stendur yfir í flugvirkjadeilunni Síðasta fundi samninganefnda deiluaðila var slitið um fjögur leytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. 18. desember 2017 17:12
Forstjóri Icelandair svaraði harðri gagnrýni sem flugfélagið hefur fengið á sig "Við vorum allan tímann að reikna með því að við myndum ná að semja“ 18. desember 2017 23:57
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Verkfall flugvirkja: Deiluaðilar funda síðdegis Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins klukkan fjögur í dag. 18. desember 2017 13:45
Verkfall flugvirkja hefst klukkan 06:00 Fundi milli Flugvirkjafélags Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Icelandair slitið klukkan 02:30. 17. desember 2017 03:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57
Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Stjórnvöld fylgjast með framvindu mála í kjaradeilunni og meta stöðuna eftir því sem fram líður. 18. desember 2017 15:58