Innlent

Málskostnaður Sindra kærður til Hæstaréttar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dómsalur 1 í Hæstarétti þegar málflutningur í markaðsmisnotkunarmálinu fór fram.
Dómsalur 1 í Hæstarétti þegar málflutningur í markaðsmisnotkunarmálinu fór fram. vísir/anton brink
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli Sindra Sveinssonar gegn sýslumanninum á Norðurlandi eystra verður kærður áfram til Hæstaréttar.

Málið varðar árangurslaust fjárnám sem sýslumaðurinn gerði hjá Sindra vegna skuldar í tengslum við greiðslu málskostnaðar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Sindri var dæmdur til að greiða málskostnað og laun verjanda síns, samtals rúmar 22 milljónir króna. Með úrskurði héraðsdóms var sú upphæð hins vegar lækkuð í tvær milljónir króna þar sem Sindri þótti ekki borgunarmaður fyrir upphaflegu upphæðinni.

Sýslumaður vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið en segir þó að almennt sé afar sjaldgæft að á þessa heimild reyni.


Tengdar fréttir

Sindri ekki borgunarmaður málskostnaðar

Héraðsdómur Reykjaness hefur lækkað upphæð fjárnáms sem gert var hjá Sindra Sveinssyni, fyrrverandi starfsmanni eiginfjárfestinga Landsbankans, úr rúmum 22 milljónum króna niður í tvær milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×