Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 15:06 Skrifstofur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar við Krngluna. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“ Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16
Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34
Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23
Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46