Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 15:06 Skrifstofur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar við Krngluna. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“ Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16
Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34
Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23
Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46