Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00