Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 25-25 | Ótrúleg endurkoma Gróttu tryggði stig Smári Jökull Jónsson í Valshöllinni skrifar 21. mars 2017 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/eyþór Grótta og Valur skildu jöfn í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í síðari hálfleik en ótrúleg endurkoma Seltirninga tryggði þeim stig. Fyrri hálfleikur var jafn framan af og bæði lið að skora töluvert mikið. Sigurður Ingiberg Ólafsson stóð í marki Vals og var að verja ágætlega sem og Lárus Gunnarsson kollegi hans í Gróttu. Jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 8-8 en þá skoraði Grótta ekki í tæpar tíu mínútur. Þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og Valsmenn gengu á lagið. Heimamenn juku forskotið jafnt og þétt og staðan í hálfleik var 16-10 en munurinn hefði líklegast getað verið meiri enda voru gestirnir með ellefu tapaða bolta í hálfleiknum. Síðari hálfleikur byrjaði síðan á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Valur jók forskotið og náði mest 8 marka forystu, 21-13 þegar sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá tóku Seltirningar heldur betur við sér. Þeir breyttu aðeins um í vörninni og allt í einu voru menn tilbúnir að berjast og spila af krafti. Grótta minnkaði muninn jafnt og þétt og þegar 10 mínútur voru eftir var hann kominn í tvö mörk. Valsmenn áttu í stökustu vandræðum í sókninni og skoruðu aðeins tvö mörk á tólf mínútum og fimm mörk á síðustu 24 mínútum leiksins. Þegar 50 sekúndur og staðan 25-24 gat Valsarinn Sveinn Aron Sveinsson svo gott sem tryggt Valssigur en skaut í stöng úr vítakasti. Í næstu sókn Gróttu jafnaði Nökkvi Dan Elliðason þegar hann fór inn úr hægra horninu og staðan jöfn í fyrsta sinn síðan í stöðunni 8-8. Valsmenn tóku leikhlé og héldu í sókn með 18 sekúndur á klukkunni. Þeir fengu aukakast þegar nokkrar sekúndur voru eftir og voru afar ósáttir með hversu lengi Gróttumenn voru að skila boltanum eftir að dæmt var. Josip Juric náði skoti rétt áður en flautan gall en það hitti ekki rammann og jafntefli því niðurstaðan. Áðurnefndur Juric var markahæstur hjá Val ásamt Orra Frey Gíslasyni en þeir skoruðu 5 mörk. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði vel framan af en varði lítið undir lokin þegar leikur Valsmanna hrundi. Hjá Gróttu var Finnur Ingi Stefánsson langmarkahæstur með 10 mörk en hann var magnaður í kvöld þrátt fyrir að hann svekki sig eflaust á þeim tveimur vítaskotum sem hann misnotaði. Markmenn Gróttu vörðu samtals 13 skot en þeir Lárus Gunnarsson og Lárus Helgi Ólafsson skiptu hálfleikjunum á milli sín. Óskar Bjarni: Evrópukeppnin farin að koma niður á okkurÓskar Bjarni Óskarsson er annar þjálfara Vals.Óskar Bjarni Óskarsson annar þjálfara Vals var verulega pirraður þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik. Kannski ekki skrýtið enda hans menn nýbúnir að tapa niður 8 marka forskoti. „Hvað fannst þér?,“ sagði Óskar þegar blaðamaður spurði hvað hefði klikkað hjá hans liði í síðari hálfleiknum. „Við missum sóknarleikinn og verðum alltof ragir. Við lendum í vandræðum gegn 5-1 vörninni sem við vorum að gera fína hluti á móti í fyrri hálfleiknum. Við klikkum á dauðafærum líka þegar við fáum þau. Við hefðum kannski átt að fara fyrr inn með aukamanninn af því að það er komin þreyta í menn. Þar klikkum við þjálfararnir kannski að einhverju leyti,“ bætti Óskar við. „Sjálfstraustið er kannski ekki mikið enda við búnir að tapa fjórum af síðustu fimm leikjum. Það breytist ekkert nema við vinnum leik. Þar á undan vorum við búnir að taka fjóra í röð þar sem við klárum leiki vel en svona er bara boltinn.“ Það hefur verið mikið álag á leikmönnum Vals undanfarið. Þeir fóru alla leið í bikarnum þar sem þeir léku tvo leiki á innan við sólarhring og eru auk þess á fullri ferð í Evrópukeppninni en þeir halda utan til Serbíu annað kvöld í leik gegn Sloga Pozega. „Að mínu mati er þetta allt of mikið af leikjum. Þetta er of erfitt að vera í þessari Evrópukeppni ofan á allt annað. Við sjáum til hvernig við metum hana, við förum bara út annað kvöld og gerum góða ferð. Við erum í hörkubaráttu í deildinni og þetta er farið að koma niður á okkur,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni sagðist orðinn þreyttur á spurningu um gengi Vals eftir bikartitilinn en síðan þá hafa Valsmenn ekki unnið deildarleik, tapað fimm og gert eitt jafntefli. „Ég er mjög ánægður hvernig við mætum í leikina. Við höfum bara ekki náð að vinna og þetta snýst ekkert um bikarinn. Ég er orðinn leiður á þeirri spurningu, við þurfum bara að vinna.“ Valsmenn voru mjög ósáttir við atvik undir lok leiksins þar sem leikmaður Gróttu var lengi að sleppa boltanum í hendur Valsmanna eftir að aukakast hafði verið dæmt. Þá voru aðeins örfáar sekúndur eftir. Vildu þeir meina að dæma ætti víti og gefa rautt spjald samkvæmt nýjum reglum en Óskar vildi lítið tjá sig um það atvik þegar blaðamaður spurði hann álits. Gunnar: Eins og við værum í fyrsta gír á lalli niðri í bæ á sunnudegiFinnur Ingi Stefánsson skoraði 10 mörk fyrir Gróttu í kvöldvísir/vilhelmGunnar Andrésson þjálfari Gróttu sagðist sáttur með eitt stig eftir ótrúlega endurkomu hans manna gegn Val í Valshöllinni í kvöld. Hann sagði frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik ekki hafa verið boðlega. „Leikurinn byrjaði í járnum en síðan datt botninn úr þessu hjá okkur. Það vantaði alla baráttu og við misstum þá langt frá okkur. Við litum á köflum hrikalega illa út. En hvernig við mættum í seinni hálfleik og kláruðum leikinn, ég verð að taka ofan af fyrir strákunum fyrir það. Það sýnir gríðarlega mikinn karakter og ég er afar sáttur með þetta stig,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leik. Grótta tapaði heilum 11 boltum í sókninni í fyrri hálfleik og miðað við þær tölur voru þeir heppnir að forskot Vals skyldi ekki vera meira en sex mörk í hálfleik. „Þetta var ekki boðlegt og það var farið yfir það í hálfleik. Við eigum ekki möguleika á móti neinu liði með ellefu tapaða bolta. En sem betur fer rifu menn sig upp og það var allt annað að sjá okkur inni á vellinum.“ „Ég var verulega pirraður yfir því að sjá ekki baráttuna í fyrri hálfleiknum sem við sýndum svo í þeim síðari. Það vantaði bara baráttu, hreyfingu, færslu og vilja og allt þetta sem þarf í handbolta. Það var eins og við værum í fyrsta gír á einhverju lulli niðri í bæ á sunnudegi. Það hefði engu máli hvernig vörn við hefðum spilað. Menn voru ekki tilbúnir og það kannski skrifast að einhverju leyti á mig.“ Grótta er í harðri baráttu í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Þeir standa ágætlega að vígi hvað varðar sæti í úrslitakeppninni en þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni. „Við erum bara að hugsa um hvern leik fyrir sig. Það er FH á sunnudaginn næsta og svo kemur hitt bara í ljós. Það er hættulegt að hugsa of langt fram í tímann,“ sagði Gunnar að lokum. Elvar: Blendnar tilfinningar að stela stigi af mínum gömlu félögumElvar Friðriksson var ánægður með stigið gegn Val í kvöldElvar Friðriksson skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu á sínum gamla heimavelli í Valshöllinni í kvöld. Hann var vitaskuld ánægður með stigið því lengi vel leit út fyrir stórtap Seltirninga. „Okkur liður mjög vel með þetta stig. Fyrri hálfleikur var ekkert til að hrópa húrra yfir og það var deyfð yfir okkur. Þeir voru kannski eitthvað værukærir undir lokin, með hausinn í Evrópu, en það er engin afsökun. Mér finnst þeir eiga að geta spilað hér heima af fullum krafti,“ sagði Elvar við Vísi eftir leik. „Það er alltaf gaman að koma hingað þar sem ég er uppalinn og það eru blendnar tilfinningar að stela stigi af mínum gömlu félögum,“ bætti Elvar við en hann á langan feril að baki í Valstreyjunni. „Það er búinn að vera meðbyr með okkur undanfarið. Þetta var skelfilegt í fyrri hálfleik og við höfum verið að spila miklu betur en við sýndum. Við ákváðum inni í klefa að hækka tempóið og keyra leikinn upp. Við breyttum aðeins um vörn og fengum þá í erfiðar sendingar sem gekk eftir,“ bætti Elvar við. Grótta hefði jafnað Val að stigum með sigri en þeir eru tveimur stigum á eftir bikarmeisturunum og geta hæst náð upp í 5.sæti í deildinni en eiga einnig á hættu að falla neðar í töflunni. „Við stefnum eins ofarlega og hægt er. Það eru þrír mikilvægir leikir eftir og það skiptir máli að ná fullu húsi og styrkja stöðuna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Elvar við Vísi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Grótta og Valur skildu jöfn í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í síðari hálfleik en ótrúleg endurkoma Seltirninga tryggði þeim stig. Fyrri hálfleikur var jafn framan af og bæði lið að skora töluvert mikið. Sigurður Ingiberg Ólafsson stóð í marki Vals og var að verja ágætlega sem og Lárus Gunnarsson kollegi hans í Gróttu. Jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 8-8 en þá skoraði Grótta ekki í tæpar tíu mínútur. Þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og Valsmenn gengu á lagið. Heimamenn juku forskotið jafnt og þétt og staðan í hálfleik var 16-10 en munurinn hefði líklegast getað verið meiri enda voru gestirnir með ellefu tapaða bolta í hálfleiknum. Síðari hálfleikur byrjaði síðan á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Valur jók forskotið og náði mest 8 marka forystu, 21-13 þegar sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá tóku Seltirningar heldur betur við sér. Þeir breyttu aðeins um í vörninni og allt í einu voru menn tilbúnir að berjast og spila af krafti. Grótta minnkaði muninn jafnt og þétt og þegar 10 mínútur voru eftir var hann kominn í tvö mörk. Valsmenn áttu í stökustu vandræðum í sókninni og skoruðu aðeins tvö mörk á tólf mínútum og fimm mörk á síðustu 24 mínútum leiksins. Þegar 50 sekúndur og staðan 25-24 gat Valsarinn Sveinn Aron Sveinsson svo gott sem tryggt Valssigur en skaut í stöng úr vítakasti. Í næstu sókn Gróttu jafnaði Nökkvi Dan Elliðason þegar hann fór inn úr hægra horninu og staðan jöfn í fyrsta sinn síðan í stöðunni 8-8. Valsmenn tóku leikhlé og héldu í sókn með 18 sekúndur á klukkunni. Þeir fengu aukakast þegar nokkrar sekúndur voru eftir og voru afar ósáttir með hversu lengi Gróttumenn voru að skila boltanum eftir að dæmt var. Josip Juric náði skoti rétt áður en flautan gall en það hitti ekki rammann og jafntefli því niðurstaðan. Áðurnefndur Juric var markahæstur hjá Val ásamt Orra Frey Gíslasyni en þeir skoruðu 5 mörk. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði vel framan af en varði lítið undir lokin þegar leikur Valsmanna hrundi. Hjá Gróttu var Finnur Ingi Stefánsson langmarkahæstur með 10 mörk en hann var magnaður í kvöld þrátt fyrir að hann svekki sig eflaust á þeim tveimur vítaskotum sem hann misnotaði. Markmenn Gróttu vörðu samtals 13 skot en þeir Lárus Gunnarsson og Lárus Helgi Ólafsson skiptu hálfleikjunum á milli sín. Óskar Bjarni: Evrópukeppnin farin að koma niður á okkurÓskar Bjarni Óskarsson er annar þjálfara Vals.Óskar Bjarni Óskarsson annar þjálfara Vals var verulega pirraður þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik. Kannski ekki skrýtið enda hans menn nýbúnir að tapa niður 8 marka forskoti. „Hvað fannst þér?,“ sagði Óskar þegar blaðamaður spurði hvað hefði klikkað hjá hans liði í síðari hálfleiknum. „Við missum sóknarleikinn og verðum alltof ragir. Við lendum í vandræðum gegn 5-1 vörninni sem við vorum að gera fína hluti á móti í fyrri hálfleiknum. Við klikkum á dauðafærum líka þegar við fáum þau. Við hefðum kannski átt að fara fyrr inn með aukamanninn af því að það er komin þreyta í menn. Þar klikkum við þjálfararnir kannski að einhverju leyti,“ bætti Óskar við. „Sjálfstraustið er kannski ekki mikið enda við búnir að tapa fjórum af síðustu fimm leikjum. Það breytist ekkert nema við vinnum leik. Þar á undan vorum við búnir að taka fjóra í röð þar sem við klárum leiki vel en svona er bara boltinn.“ Það hefur verið mikið álag á leikmönnum Vals undanfarið. Þeir fóru alla leið í bikarnum þar sem þeir léku tvo leiki á innan við sólarhring og eru auk þess á fullri ferð í Evrópukeppninni en þeir halda utan til Serbíu annað kvöld í leik gegn Sloga Pozega. „Að mínu mati er þetta allt of mikið af leikjum. Þetta er of erfitt að vera í þessari Evrópukeppni ofan á allt annað. Við sjáum til hvernig við metum hana, við förum bara út annað kvöld og gerum góða ferð. Við erum í hörkubaráttu í deildinni og þetta er farið að koma niður á okkur,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni sagðist orðinn þreyttur á spurningu um gengi Vals eftir bikartitilinn en síðan þá hafa Valsmenn ekki unnið deildarleik, tapað fimm og gert eitt jafntefli. „Ég er mjög ánægður hvernig við mætum í leikina. Við höfum bara ekki náð að vinna og þetta snýst ekkert um bikarinn. Ég er orðinn leiður á þeirri spurningu, við þurfum bara að vinna.“ Valsmenn voru mjög ósáttir við atvik undir lok leiksins þar sem leikmaður Gróttu var lengi að sleppa boltanum í hendur Valsmanna eftir að aukakast hafði verið dæmt. Þá voru aðeins örfáar sekúndur eftir. Vildu þeir meina að dæma ætti víti og gefa rautt spjald samkvæmt nýjum reglum en Óskar vildi lítið tjá sig um það atvik þegar blaðamaður spurði hann álits. Gunnar: Eins og við værum í fyrsta gír á lalli niðri í bæ á sunnudegiFinnur Ingi Stefánsson skoraði 10 mörk fyrir Gróttu í kvöldvísir/vilhelmGunnar Andrésson þjálfari Gróttu sagðist sáttur með eitt stig eftir ótrúlega endurkomu hans manna gegn Val í Valshöllinni í kvöld. Hann sagði frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik ekki hafa verið boðlega. „Leikurinn byrjaði í járnum en síðan datt botninn úr þessu hjá okkur. Það vantaði alla baráttu og við misstum þá langt frá okkur. Við litum á köflum hrikalega illa út. En hvernig við mættum í seinni hálfleik og kláruðum leikinn, ég verð að taka ofan af fyrir strákunum fyrir það. Það sýnir gríðarlega mikinn karakter og ég er afar sáttur með þetta stig,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leik. Grótta tapaði heilum 11 boltum í sókninni í fyrri hálfleik og miðað við þær tölur voru þeir heppnir að forskot Vals skyldi ekki vera meira en sex mörk í hálfleik. „Þetta var ekki boðlegt og það var farið yfir það í hálfleik. Við eigum ekki möguleika á móti neinu liði með ellefu tapaða bolta. En sem betur fer rifu menn sig upp og það var allt annað að sjá okkur inni á vellinum.“ „Ég var verulega pirraður yfir því að sjá ekki baráttuna í fyrri hálfleiknum sem við sýndum svo í þeim síðari. Það vantaði bara baráttu, hreyfingu, færslu og vilja og allt þetta sem þarf í handbolta. Það var eins og við værum í fyrsta gír á einhverju lulli niðri í bæ á sunnudegi. Það hefði engu máli hvernig vörn við hefðum spilað. Menn voru ekki tilbúnir og það kannski skrifast að einhverju leyti á mig.“ Grótta er í harðri baráttu í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Þeir standa ágætlega að vígi hvað varðar sæti í úrslitakeppninni en þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni. „Við erum bara að hugsa um hvern leik fyrir sig. Það er FH á sunnudaginn næsta og svo kemur hitt bara í ljós. Það er hættulegt að hugsa of langt fram í tímann,“ sagði Gunnar að lokum. Elvar: Blendnar tilfinningar að stela stigi af mínum gömlu félögumElvar Friðriksson var ánægður með stigið gegn Val í kvöldElvar Friðriksson skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu á sínum gamla heimavelli í Valshöllinni í kvöld. Hann var vitaskuld ánægður með stigið því lengi vel leit út fyrir stórtap Seltirninga. „Okkur liður mjög vel með þetta stig. Fyrri hálfleikur var ekkert til að hrópa húrra yfir og það var deyfð yfir okkur. Þeir voru kannski eitthvað værukærir undir lokin, með hausinn í Evrópu, en það er engin afsökun. Mér finnst þeir eiga að geta spilað hér heima af fullum krafti,“ sagði Elvar við Vísi eftir leik. „Það er alltaf gaman að koma hingað þar sem ég er uppalinn og það eru blendnar tilfinningar að stela stigi af mínum gömlu félögum,“ bætti Elvar við en hann á langan feril að baki í Valstreyjunni. „Það er búinn að vera meðbyr með okkur undanfarið. Þetta var skelfilegt í fyrri hálfleik og við höfum verið að spila miklu betur en við sýndum. Við ákváðum inni í klefa að hækka tempóið og keyra leikinn upp. Við breyttum aðeins um vörn og fengum þá í erfiðar sendingar sem gekk eftir,“ bætti Elvar við. Grótta hefði jafnað Val að stigum með sigri en þeir eru tveimur stigum á eftir bikarmeisturunum og geta hæst náð upp í 5.sæti í deildinni en eiga einnig á hættu að falla neðar í töflunni. „Við stefnum eins ofarlega og hægt er. Það eru þrír mikilvægir leikir eftir og það skiptir máli að ná fullu húsi og styrkja stöðuna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Elvar við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti