Borgarstjóri kallar eftir útreikningum á kostnaði við Sundabraut Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 12:21 Dagur B. Eggertsson. ARNAR HALLDÓRSSON Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira